Biskupsdóttir til Biskupsstofu Stefán Ó. Jónsson og Jakob Bjarnar skrifa 29. maí 2020 15:50 Margrét Hannesdóttir starfar með móður sinni, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, á Biskupsstofu. Agnes er þó sögð ekki hafa haft aðkomu að ráðningu Margrétar. Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir Biskupsstofu á síðastliðnu ári. Alltaf var um tímabunda ráðningu að ræða. Nú síðast var hún ráðin til starfa í desember í fyrra og átti sú ráðning að vera til eins mánaðar. Ráðningin var hins vegar framlengd fram til næstu mánaðamóta. Vísi barst ábending um að dóttir biskups hefði verið ráðin til starfa án auglýsingar. Og þótti viðkomandi það skjóta skökku við nú á tímum gríðarlegs atvinnuleysis og fjöldauppsagna. Vísir skaut því fyrirspurn til Péturs Georgs Markan kynningarfulltrúa Biskupsstofu sem segir biskup ekki hafa haft aðkomu að ráðningu Margrétar. Ákvörðunin hafi verið tekin af Guðmundi Þór Guðmundssyni, skrifstofustjóra Biskupsstofu, sem beri ábyrgð á verkefnunum sem Margréti voru úthlutuð. Verkefni Margrétar lúti ekki síst að söfnun, framsetningu og greiningu hag- og tölfræðiupplýsinga um starf kirkjunnar. Þar nýtist hagfræðimenntun hennar vel, sem og „mikil þekking á skipulagi, uppbyggingu og störfum kirkjunnar,“ að sögn Péturs. Þannig sé í hennar verkahring að afla upplýsinga er varða rekstur prestsembætta, samantekt skráa og gagnasafna á mörgum sviðum auk þess að koma að endurskoðun innkaupaferla og skyldra mála með skrifstofustjóra Biskupsstofu. Ráðningarsaga í þremur hlutum Margrét hafi fyrst verið fengin til Biskupsstofu þann 11. júní í fyrra og starfaði hún þar til 23. ágúst. Tæplega mánuði síðar, eða 17. september, var hún aftur fengin til að sinna verkefnum fyrir Biskupsstofu sem hún gerði til 30. nóvember. Ráðningarsambandið var svo endurnýjað daginn eftir til eins mánaðar og átti því að ljúka um síðustu áramót. Þá hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að framlengja ráðningu Margrétar um hálft ár og stendur til að hún láti af störfum um næstu mánaðamót. Útskýring Biskupsstofu á kaflaskiptri ráðningu Margrétar er á þessa leið: „Þegar viðbótarsamkomulag ríkis og kirkju var undirritað 6. september 2019, varð ljóst að þörf var á frekari vinnu á þessu sviði vegna umfangsmikilla skipulagsbreytinga sem ráðast þarf í vegna samningsins og lagabreytinga sem af honum leiddi, m.a. vegna breytts umhverfis – fjár- og starfsmannamála kirkjunnar. Nauðsynlegt var að afla frekari upplýsinga til að undirbúa breytingar sem hafa orðið og verða á starfsumhverfi kirkjunnar. Varð samkomulag um að Margrét yrði endurráðin tímabundið frá og með 19.9.2019 a.m.k fram að framhaldsfundi kirkjuþings 2019, sem koma átti saman 21. mars 2020. Biskup kom ekki nálægt þeirri ákvörðun heldur var hún einvörðungu á borði skrifstofustjóra og annarra stjórnenda. Þinghaldinu var frestað vegna Covid og verður haldið í september 2020 samkvæmt ákvörðun forseta og forsætisnefndar kirkjuþings.“ Ekki þörf á að auglýsa Aðspurður um hvort ekki hefði verið eðlilegt að auglýsa stöðu Margrétar, ekki síst í ljósi atvinnuástands þjóðarinnar, segir Pétur að mikilvægt sé að horfa til þess að Margrét hafi fyrst verið fengin til starfa í fyrrasumar - „þegar atvinnuástand var öllu ólíkt því sem nú er. Á þeim tíma var frekar erfitt að fá hæft fólk til tímabundina starfa. Starfið er tímabundið eins og áður hefur komið fram. Ekki er skylt að auglýsa tímabundin störf af þessu tagi.“ Atvinnuleysi var á bilinu 3,4 til 4 prósent á þeim tíma sem ráðningarsambandið við Margréti var endurnýjað. „Margrét hefur unnið mikla vinnu til undirbúnings breytingunum og einnig á fjármálasviði Biskupsstofu. Þar hafa miklar breytingar átt sér stað á vinnu og verkferlum og hefur vinnuframlag hennar verið mikilvægt til undirbúnings nýjum kerfum og sérstaklega óskað eftir því af fjármálastjóra Biskupsstofu að fá aðgang að þekkingu hennar og reynslu í því sambandi,“ segir Pétur hjá Biskupsstofu. Stjórnsýsla Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir Biskupsstofu á síðastliðnu ári. Alltaf var um tímabunda ráðningu að ræða. Nú síðast var hún ráðin til starfa í desember í fyrra og átti sú ráðning að vera til eins mánaðar. Ráðningin var hins vegar framlengd fram til næstu mánaðamóta. Vísi barst ábending um að dóttir biskups hefði verið ráðin til starfa án auglýsingar. Og þótti viðkomandi það skjóta skökku við nú á tímum gríðarlegs atvinnuleysis og fjöldauppsagna. Vísir skaut því fyrirspurn til Péturs Georgs Markan kynningarfulltrúa Biskupsstofu sem segir biskup ekki hafa haft aðkomu að ráðningu Margrétar. Ákvörðunin hafi verið tekin af Guðmundi Þór Guðmundssyni, skrifstofustjóra Biskupsstofu, sem beri ábyrgð á verkefnunum sem Margréti voru úthlutuð. Verkefni Margrétar lúti ekki síst að söfnun, framsetningu og greiningu hag- og tölfræðiupplýsinga um starf kirkjunnar. Þar nýtist hagfræðimenntun hennar vel, sem og „mikil þekking á skipulagi, uppbyggingu og störfum kirkjunnar,“ að sögn Péturs. Þannig sé í hennar verkahring að afla upplýsinga er varða rekstur prestsembætta, samantekt skráa og gagnasafna á mörgum sviðum auk þess að koma að endurskoðun innkaupaferla og skyldra mála með skrifstofustjóra Biskupsstofu. Ráðningarsaga í þremur hlutum Margrét hafi fyrst verið fengin til Biskupsstofu þann 11. júní í fyrra og starfaði hún þar til 23. ágúst. Tæplega mánuði síðar, eða 17. september, var hún aftur fengin til að sinna verkefnum fyrir Biskupsstofu sem hún gerði til 30. nóvember. Ráðningarsambandið var svo endurnýjað daginn eftir til eins mánaðar og átti því að ljúka um síðustu áramót. Þá hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að framlengja ráðningu Margrétar um hálft ár og stendur til að hún láti af störfum um næstu mánaðamót. Útskýring Biskupsstofu á kaflaskiptri ráðningu Margrétar er á þessa leið: „Þegar viðbótarsamkomulag ríkis og kirkju var undirritað 6. september 2019, varð ljóst að þörf var á frekari vinnu á þessu sviði vegna umfangsmikilla skipulagsbreytinga sem ráðast þarf í vegna samningsins og lagabreytinga sem af honum leiddi, m.a. vegna breytts umhverfis – fjár- og starfsmannamála kirkjunnar. Nauðsynlegt var að afla frekari upplýsinga til að undirbúa breytingar sem hafa orðið og verða á starfsumhverfi kirkjunnar. Varð samkomulag um að Margrét yrði endurráðin tímabundið frá og með 19.9.2019 a.m.k fram að framhaldsfundi kirkjuþings 2019, sem koma átti saman 21. mars 2020. Biskup kom ekki nálægt þeirri ákvörðun heldur var hún einvörðungu á borði skrifstofustjóra og annarra stjórnenda. Þinghaldinu var frestað vegna Covid og verður haldið í september 2020 samkvæmt ákvörðun forseta og forsætisnefndar kirkjuþings.“ Ekki þörf á að auglýsa Aðspurður um hvort ekki hefði verið eðlilegt að auglýsa stöðu Margrétar, ekki síst í ljósi atvinnuástands þjóðarinnar, segir Pétur að mikilvægt sé að horfa til þess að Margrét hafi fyrst verið fengin til starfa í fyrrasumar - „þegar atvinnuástand var öllu ólíkt því sem nú er. Á þeim tíma var frekar erfitt að fá hæft fólk til tímabundina starfa. Starfið er tímabundið eins og áður hefur komið fram. Ekki er skylt að auglýsa tímabundin störf af þessu tagi.“ Atvinnuleysi var á bilinu 3,4 til 4 prósent á þeim tíma sem ráðningarsambandið við Margréti var endurnýjað. „Margrét hefur unnið mikla vinnu til undirbúnings breytingunum og einnig á fjármálasviði Biskupsstofu. Þar hafa miklar breytingar átt sér stað á vinnu og verkferlum og hefur vinnuframlag hennar verið mikilvægt til undirbúnings nýjum kerfum og sérstaklega óskað eftir því af fjármálastjóra Biskupsstofu að fá aðgang að þekkingu hennar og reynslu í því sambandi,“ segir Pétur hjá Biskupsstofu.
Stjórnsýsla Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira