Ásókn í auðlindir Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 2. júní 2020 09:00 Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn. Þrátt fyrir hraðar samfélagsbreytingar þá er undirstaða efnahags okkar auðlindanýting. Hvort sem um er að ræða nýtingu á gjöfulum sjávarmiðum, sölu á endurnýjanlegri raforku til stóriðju eða komu ferðamanna til að sjá stórbrotna náttúru landsins. Við berum ábyrgð á því að nýta auðlindir okkar á skynsaman og hagkvæman hátt samhliða því að fólkið í landinu upplifi að nýtingin sé sanngjörn, gagnsæ og sjálfbær og skili arði til samfélagsins. Við getum ekki horft upp á að auðmenn sölsi undir sig jarðir, vatnsföll, orkuauðlindir og sjávarauðlindina án þess að tekið sé til varnar fyrir land og þjóð. Sjálfstæði hverrar þjóðar byggist m.a. á að geta haft fullan yfirráðarétt yfir sinni auðlindanýtingu og að eignarhald færist ekki á hendur þeim sem bera enga samfélagslega ábyrgð heldur séu reknir áfram af auðsöfnun og græðgi. Afleiðingar þessa eru ójöfnuður og byggðaröskun, auðlindirnar færast frá þeim sem byggja afkomu sína á auðlindanýtingu í sínu nærumhverfi og rétturinn er tekinn frá komandi kynslóðum á að geta nýtt auðlindirnar í sínu nærumhverfi með sjálfbærum hætti. Tryggja þarf sem best að land sem er nytsamlegt til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annara nota með varanlegum hætti því öflug matvælaframleiðsla er okkur mjög dýrmæt til að tryggja matvælaöryggi. Peningaöflin ásælast mjög okkar vistvænu orku og uppkaup auðmanna á laxveiðijörðum eru dæmi um ásælni og græðgi í yfirráð yfir verðmætum sem hafa verið mikill stuðningur við búsetu í sveitum landsins. Sumargjafir eigenda stærsta útgerðarfélags landsins til afkomenda sinna er sláandi dæmi um hvernig við erum komin á villigötur í að færa eignarhald á endurnýjanlegri sameign þjóðarinnar, sjávarauðlindinni á milli kynslóða sem hafa ekkert meiri rétt til þessara fjármuna en Jón og Gunna sem byggja Ísland. Hvað er til ráða? Alþingi er með til meðferðar mikilvæg frumvörp sem eru skref í rétta átt í nýtingu auðlinda. Þar má nefna frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna annars vegar og frumvarp um minnihlutavernd í veiðifélögum hins vegar. Óheft framsal kvótakerfisins hefur bitnað harkalega á mörgum sjávarbyggðum og ýtt undir fólksfækkun. Mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað í sjávarútvegi í skjóli hagræðingar og samþjöppunar á kostnað félagslegra- og byggðarsjónarmiða. Fáir einstaklingar og fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri á kostnað nýliðunar í atvinnugreininni og atvinnuöryggis íbúa sjávarbyggðanna. Það er aldrei mikilvægara en nú að koma auðlindarákvæði í stjórnarskrá og festa í sessi að landsréttindi og auðlindir á láði og í legi sem ekki eru háðar einkaeignarrétti séu í eign íslensku þjóðarinnar. Ásælni í auðlindir þjóða er alþjóðlegt vandamál. Hún grefur undan lýðræði og möguleikum þjóða til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði, sjálfbæra nýtingu og að afraksturinn af nýtingu auðlindanna renni til fólksins sem byggir landið. Þessari hættulegu þróun eigum við að berjast gegn og klára sem fyrst þau mál sem bíða afgreiðslu Alþingis. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn. Þrátt fyrir hraðar samfélagsbreytingar þá er undirstaða efnahags okkar auðlindanýting. Hvort sem um er að ræða nýtingu á gjöfulum sjávarmiðum, sölu á endurnýjanlegri raforku til stóriðju eða komu ferðamanna til að sjá stórbrotna náttúru landsins. Við berum ábyrgð á því að nýta auðlindir okkar á skynsaman og hagkvæman hátt samhliða því að fólkið í landinu upplifi að nýtingin sé sanngjörn, gagnsæ og sjálfbær og skili arði til samfélagsins. Við getum ekki horft upp á að auðmenn sölsi undir sig jarðir, vatnsföll, orkuauðlindir og sjávarauðlindina án þess að tekið sé til varnar fyrir land og þjóð. Sjálfstæði hverrar þjóðar byggist m.a. á að geta haft fullan yfirráðarétt yfir sinni auðlindanýtingu og að eignarhald færist ekki á hendur þeim sem bera enga samfélagslega ábyrgð heldur séu reknir áfram af auðsöfnun og græðgi. Afleiðingar þessa eru ójöfnuður og byggðaröskun, auðlindirnar færast frá þeim sem byggja afkomu sína á auðlindanýtingu í sínu nærumhverfi og rétturinn er tekinn frá komandi kynslóðum á að geta nýtt auðlindirnar í sínu nærumhverfi með sjálfbærum hætti. Tryggja þarf sem best að land sem er nytsamlegt til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annara nota með varanlegum hætti því öflug matvælaframleiðsla er okkur mjög dýrmæt til að tryggja matvælaöryggi. Peningaöflin ásælast mjög okkar vistvænu orku og uppkaup auðmanna á laxveiðijörðum eru dæmi um ásælni og græðgi í yfirráð yfir verðmætum sem hafa verið mikill stuðningur við búsetu í sveitum landsins. Sumargjafir eigenda stærsta útgerðarfélags landsins til afkomenda sinna er sláandi dæmi um hvernig við erum komin á villigötur í að færa eignarhald á endurnýjanlegri sameign þjóðarinnar, sjávarauðlindinni á milli kynslóða sem hafa ekkert meiri rétt til þessara fjármuna en Jón og Gunna sem byggja Ísland. Hvað er til ráða? Alþingi er með til meðferðar mikilvæg frumvörp sem eru skref í rétta átt í nýtingu auðlinda. Þar má nefna frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna annars vegar og frumvarp um minnihlutavernd í veiðifélögum hins vegar. Óheft framsal kvótakerfisins hefur bitnað harkalega á mörgum sjávarbyggðum og ýtt undir fólksfækkun. Mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað í sjávarútvegi í skjóli hagræðingar og samþjöppunar á kostnað félagslegra- og byggðarsjónarmiða. Fáir einstaklingar og fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri á kostnað nýliðunar í atvinnugreininni og atvinnuöryggis íbúa sjávarbyggðanna. Það er aldrei mikilvægara en nú að koma auðlindarákvæði í stjórnarskrá og festa í sessi að landsréttindi og auðlindir á láði og í legi sem ekki eru háðar einkaeignarrétti séu í eign íslensku þjóðarinnar. Ásælni í auðlindir þjóða er alþjóðlegt vandamál. Hún grefur undan lýðræði og möguleikum þjóða til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði, sjálfbæra nýtingu og að afraksturinn af nýtingu auðlindanna renni til fólksins sem byggir landið. Þessari hættulegu þróun eigum við að berjast gegn og klára sem fyrst þau mál sem bíða afgreiðslu Alþingis. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun