Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 09:32 Inga Sæland segir ungan frænda sinn hafa lent í klóm Þórhalls miðils. Og henni sé kunnugt um fleiri fórnarlömb hans. Opinská og afdráttarlaus færsla þingmannsins hefur vakið mikla athygli og óhug. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall. Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira