Kári telur rétt og skynsamlegt að bjóða ferðamenn velkomna Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 13:14 Kári Stefánsson hefur staðið í ströngu vegna skimunarmála í tengslum við Covid-19. Hér má sjá hann þramma ábúðarfullan niður tröppur stjórnarráðsins en í humátt á eftir fylgir aðstoðarmaður hans, Þóra Kristín Ástgeirsdóttir. visir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15