Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 09:13 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, neitaði ítrekað í gær að tjá sig um nýjasta umdeilda tíst forsetans. AP/Susan Walsh Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila