Íhuga skaðabótamál gegn borginni vegna stuðningsfulltrúans Sylvía Hall og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2020 17:03 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum. Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum.
Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48