Staðfesta þriggja ára fangelsisdóm yfir þjálfara sem nauðgaði þrettán ára stúlku Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 16:48 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira