Verð á ávöxtum og grænmeti hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2020 20:00 Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum. Samhliða auknum sveiflum á gjaldeyrismarkaði hefur tíðni inngripa Seðlabankans á markaði aukist verulega. Fyrsta inngrip bankans á þessu ári var 2. mars, fyrsta viðskiptadag eftir að smit greindist hér álandi. Bankinn keypti þá um 430 milljónir íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Það er bagalegt að það séu miklar sveiflur í gengi krónunnar og þá grípur seðlabankinn inn í til að draga úr þessum óþægilegu sveiflum,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í mars og apríl greip bankinn 10 sinnum inn í markaðinn og keypti ríflega 17 milljarða íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Þetta var alls ekki óeðlilega oft, sérstaklega ekki þegar markaðir eru svona grunnir eins og þeir eru núna. Það þarf að byggja upp dýpt markaða. Ef Seðlabankinn hefði ekki gripið inn í þá hefðu sveiflurnar orðið meiri. Gengið hefði veikst meira þegar kórónuveiran skall á og nú hefði hún líklega styrkst heldur meira,“ sagði Snorri. Snorri Jakobsson er hagfræðingur hjá Jakobssonn Capital.Vísir/Baldur Matvælaverð hefur hækkaðum 3,5 prósent eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við erum að sjá töluverðar hækkanir í flestum vöruflokkum. Mestar á ávöxtum og grænmeti um átta til tíu present,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Brauð og önnur kornvara hefur einnig hækkað töluvert. Mjólkurvörur hafa hækkað minnst eða undir einu prósenti. „Þróun á matvælaverði fer auðvitað eftir ýmsum þáttum. Gengi og hrávöruverð eru þættir sem hafa áhrif,“ sagði Auður Alfa. Innfluttar vörur haf almennt hækkaðmeira í verði en innlendar. „Viðbrögð íslenskra birgja og smásöluaðila skipta mjög miklu máli. Maður vonar að þau sýni samfélagslega ábyrgð og nýti það svigrúm sem er til staðar til að koma í veg fyrir verðhækkanir á mat,“ sagði Auður Alfa. Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum.Getty Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum. Samhliða auknum sveiflum á gjaldeyrismarkaði hefur tíðni inngripa Seðlabankans á markaði aukist verulega. Fyrsta inngrip bankans á þessu ári var 2. mars, fyrsta viðskiptadag eftir að smit greindist hér álandi. Bankinn keypti þá um 430 milljónir íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Það er bagalegt að það séu miklar sveiflur í gengi krónunnar og þá grípur seðlabankinn inn í til að draga úr þessum óþægilegu sveiflum,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í mars og apríl greip bankinn 10 sinnum inn í markaðinn og keypti ríflega 17 milljarða íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Þetta var alls ekki óeðlilega oft, sérstaklega ekki þegar markaðir eru svona grunnir eins og þeir eru núna. Það þarf að byggja upp dýpt markaða. Ef Seðlabankinn hefði ekki gripið inn í þá hefðu sveiflurnar orðið meiri. Gengið hefði veikst meira þegar kórónuveiran skall á og nú hefði hún líklega styrkst heldur meira,“ sagði Snorri. Snorri Jakobsson er hagfræðingur hjá Jakobssonn Capital.Vísir/Baldur Matvælaverð hefur hækkaðum 3,5 prósent eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við erum að sjá töluverðar hækkanir í flestum vöruflokkum. Mestar á ávöxtum og grænmeti um átta til tíu present,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Brauð og önnur kornvara hefur einnig hækkað töluvert. Mjólkurvörur hafa hækkað minnst eða undir einu prósenti. „Þróun á matvælaverði fer auðvitað eftir ýmsum þáttum. Gengi og hrávöruverð eru þættir sem hafa áhrif,“ sagði Auður Alfa. Innfluttar vörur haf almennt hækkaðmeira í verði en innlendar. „Viðbrögð íslenskra birgja og smásöluaðila skipta mjög miklu máli. Maður vonar að þau sýni samfélagslega ábyrgð og nýti það svigrúm sem er til staðar til að koma í veg fyrir verðhækkanir á mat,“ sagði Auður Alfa. Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum.Getty
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira