Endurkoma hjá Jóhanni Berg í jafntefli á Turf Moor Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2020 13:00 Jóhann Berg í leik fyrr á leiktíðinni. vísir/getty Burnley og Sheffield United gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum en leikurinn var liður í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það kom fáum á óvart að fyrsta mark leiksins kom eftir fast leikatriði. Eftir aukaspyrnu, þá fleytti Jay Rodriguez boltanum áfram á James Tarkowski sem kom boltanum í netið á 43. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik og allt þangað til á 80. mínútu. Sheffield United tók þá stutt horn, Billy Sharp kom boltanum á John Egan sem jafnaði metin og þar við sat. John Egan First PL goal, in 31st appearance in the competition & with his 22nd attempt Scored in all 4 of England s top divisions:1 in PL7 in Championship10 in League 11 in League 2 pic.twitter.com/kq2PC5qANr— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 5, 2020 Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á í uppbótartíma hjá Burnley en hann hafði ekki leikið síðan á nýársdag. Burnley er í 9. sætinu með 46 stig, tveimur stigum á eftir Sheffield United sem er sæti ofar.
Burnley og Sheffield United gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum en leikurinn var liður í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það kom fáum á óvart að fyrsta mark leiksins kom eftir fast leikatriði. Eftir aukaspyrnu, þá fleytti Jay Rodriguez boltanum áfram á James Tarkowski sem kom boltanum í netið á 43. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik og allt þangað til á 80. mínútu. Sheffield United tók þá stutt horn, Billy Sharp kom boltanum á John Egan sem jafnaði metin og þar við sat. John Egan First PL goal, in 31st appearance in the competition & with his 22nd attempt Scored in all 4 of England s top divisions:1 in PL7 in Championship10 in League 11 in League 2 pic.twitter.com/kq2PC5qANr— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 5, 2020 Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á í uppbótartíma hjá Burnley en hann hafði ekki leikið síðan á nýársdag. Burnley er í 9. sætinu með 46 stig, tveimur stigum á eftir Sheffield United sem er sæti ofar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti