AC Milan með magnaða endurkomu á móti meisturunum Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 21:45 Ótrúlegur viðsnúningur hjá Milan. getty/Marco Luzzani Tvö ítölsk stórveldi mættust þegar AC Milan sigraði Juventus 4-2 í bráðskemmtilegum leik. Juventus voru 2-0 yfir á tímapunkti en Milan náðu að snúa taflinu sér í hag. Staðan var markalaus í hálfleik en hlutirnir áttu heldur betur eftir að gerast í síðari hálfleik. Strax á 47. mínútu skoraði Adrien Rabiot stórglæsilegt mark og kom Juventus yfir í leiknum. Cristiano Ronaldo bætti síðan við marki fyrir Juventus og bjuggust flestir ef ekki allir við þægilegum sigri Juve á þeim tímapunkti. Á 62. mínútu minnkaði Zlatan Ibrahimovic muninn fyrir Milan úr vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Leonardo Bonucci inni í vítateig. Fjórum mínútum síðar hafði Frank Kessié jafnað metin fyrir Milan og ekki leið mínúta þar til Rafael Leao var búinn að koma þeim yfir. Magnaður viðsnúningur. Það var síðan Króatinn Ante Rebic sem innsiglaði 4-2 sigur og magnaða endurkomu Milan á 80. mínútu. Milan fer með sigrinum upp í 5. sæti með 49 stig en þeim hefur gengið frábærlega síðan boltinn fór að rúlla aftur í júní. Juventus eru enn á toppi deildarinnar með 75 stig, sjö stigum meira en Lazio, en Lazio tapaði 2-1 fyrir fallbaráttuliði Lecce í dag. Ítalski boltinn
Tvö ítölsk stórveldi mættust þegar AC Milan sigraði Juventus 4-2 í bráðskemmtilegum leik. Juventus voru 2-0 yfir á tímapunkti en Milan náðu að snúa taflinu sér í hag. Staðan var markalaus í hálfleik en hlutirnir áttu heldur betur eftir að gerast í síðari hálfleik. Strax á 47. mínútu skoraði Adrien Rabiot stórglæsilegt mark og kom Juventus yfir í leiknum. Cristiano Ronaldo bætti síðan við marki fyrir Juventus og bjuggust flestir ef ekki allir við þægilegum sigri Juve á þeim tímapunkti. Á 62. mínútu minnkaði Zlatan Ibrahimovic muninn fyrir Milan úr vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Leonardo Bonucci inni í vítateig. Fjórum mínútum síðar hafði Frank Kessié jafnað metin fyrir Milan og ekki leið mínúta þar til Rafael Leao var búinn að koma þeim yfir. Magnaður viðsnúningur. Það var síðan Króatinn Ante Rebic sem innsiglaði 4-2 sigur og magnaða endurkomu Milan á 80. mínútu. Milan fer með sigrinum upp í 5. sæti með 49 stig en þeim hefur gengið frábærlega síðan boltinn fór að rúlla aftur í júní. Juventus eru enn á toppi deildarinnar með 75 stig, sjö stigum meira en Lazio, en Lazio tapaði 2-1 fyrir fallbaráttuliði Lecce í dag.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti