Körfubolti

Rekin eftir að hafa neitað að sofa hjá þjálfaranum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Milica Dabovic er lengst til hægri á myndinni, númer þrettán.
Milica Dabovic er lengst til hægri á myndinni, númer þrettán. vísir/getty

Milica Dabovic gekk í gegnum margt og mikið á sínum körfuboltaferli en hún lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum síðan.

Í nýrri bók skrifar Serbinn um reynslu sína í körfuboltaheiminum en hún vann til bronsverðlauna með Serbíu á Ólympíuleikunum árið 2016. Eftir það fóru skórnir upp í hillu.

„Ég skrifaði undir samning. Þegar ég byrjaði hjá félaginu fékk ég símtal frá stjóranum og hann vildi fara í rúmið með mér. Ég neitaði og yfirgaf félagið,“ sagði Milica í samtali við serbneska vefinn Alo.

Þetta er ekki í eina skiptið sem háttsettir menn innan körfuboltaliðs sem Milica hefur spilað hjá, hafi viljað hitta hana fyrir utan körfuboltavöllinn, því í bók sinni skrifar hún um aðra svipaða sögu.

Síðar á ferlinum var hún rekin eftir að hafa neitað að fara heim með einum þjálfara félags sem hún spilaði hjá og fékk hún ekki greidd laun fyrir þann tíma sem hún var hjá félaginu.

„Ég er glöð að það gerðist ekki [að hafa sagt já við þjálfarann]. Ég er með góða samvisku og get horft á mig í spegli án vandræða,“ sagði körfuboltakonan.

Milica var fyrirliði serbneska landsliðsins sem vann gull á EM 2015 en hún spilaði frá árinu 1998 til 2016. Hún náði að spila með átján félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×