Enn og aftur tapar Inter stigum Ísak Hallmundarson skrifar 9. júlí 2020 21:45 Gengur ekkert hjá Lukaku og liðsfélögum þessa stundina. vísir/getty Inter og Hellas Verona gerðu 2-2 jafntefli í ítölsku Serie A deildinni í kvöld. Inter hefur gengið illa að ná í sigra undanfarið og er liðið dottið niður í 4. sæti eftir að hafa verið í tilbaráttu meirihluta móts. Strax á 2. mínútu leiksins kom Darko Lazovic Verona í forystu. Inter náði ekki að svara því fyrr en í síðari hálfleik þegar Antonio Candreva jafnaði á 49. mínútu. Federico Dimarco, leikmaður Verona, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 55. mínútu og Inter því komið í forystu. Það leit allt út fyrir að Mílanóliðið myndi ná að kreista fram sigurinn en allt kom fyrir ekki, á 86. mínútu jafnaði Miguel Veloso metin fyrir Verona með fallegu skoti og lokatölur 2-2. Inter situr nú í 4. sæti, tíu stigum á eftir toppliði Juventus og nánast engar líkur á að liðið sé að fara að vinna deildina, þrátt fyrir að hafa verið í góðri stöðu um miðbik mótsins. Verona situr í 9. sæti með 43 stig og er enn smá von fyrir liðið að ná Evrópudeildarsæti, en þá þarf liðið að ná AC Milan að stigum sem er með 49 stig. Ítalski boltinn
Inter og Hellas Verona gerðu 2-2 jafntefli í ítölsku Serie A deildinni í kvöld. Inter hefur gengið illa að ná í sigra undanfarið og er liðið dottið niður í 4. sæti eftir að hafa verið í tilbaráttu meirihluta móts. Strax á 2. mínútu leiksins kom Darko Lazovic Verona í forystu. Inter náði ekki að svara því fyrr en í síðari hálfleik þegar Antonio Candreva jafnaði á 49. mínútu. Federico Dimarco, leikmaður Verona, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 55. mínútu og Inter því komið í forystu. Það leit allt út fyrir að Mílanóliðið myndi ná að kreista fram sigurinn en allt kom fyrir ekki, á 86. mínútu jafnaði Miguel Veloso metin fyrir Verona með fallegu skoti og lokatölur 2-2. Inter situr nú í 4. sæti, tíu stigum á eftir toppliði Juventus og nánast engar líkur á að liðið sé að fara að vinna deildina, þrátt fyrir að hafa verið í góðri stöðu um miðbik mótsins. Verona situr í 9. sæti með 43 stig og er enn smá von fyrir liðið að ná Evrópudeildarsæti, en þá þarf liðið að ná AC Milan að stigum sem er með 49 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti