Tvær vítaspyrnur Ronaldo tryggðu Juventus stig gegn Atalanta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ronaldo fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Ronaldo fagnar fyrra marki sínu í kvöld. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

Vítaspyrnur Cristiano Ronaldo björguðu stigi fyrir Ítalíumeistarana í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Gestirnir komust yfir á 16. mínútu leiksins þegar Duvan Zapata kom þeim yfir. Argentínu-maðurinn Paulo Dybala var þá að dóla á miðlínunni og tapaði boltanum. Zapata og Alejandro Gomez stakk boltanum inn fyrir vörnina á Zapata sem kláraði færið einstaklega vel fram hjá  Wojciech Szczesny í marki Juventus.

Þannig var staðan allt þangað til á 55. mínútu þegar hendi var dæmt á Marten de Roon innan vítateigs og þar af leiðandi vítaspyrna. Ronaldo fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Varamaðurinn Ruslan Malinovsky kom gestunum aftur yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og héldu gestirnir að þeir væru að ná í magnaðan sigur í baráttunni um meistaratitilinn en Atalanta hefði með sigri stokkið upp í 2. sæti deildarinnar.

Allt kom fyrir ekki en aftur var dæmd hendi innan vítateigs í uppbótartíma. Aftur fór Ronaldo á punktinn og aftur skoraði Portúgalinn. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-2. 

Juventus er á toppi deildarinnar með 76 stig þegar sex umferðir eru eftir. Lazio kemur þar á eftir með 68 og Atalanta er í þriðja sæti með 67 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira