Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 13:13 Bandaríkjastjórn er sögð óttast að Kínverjar nái tæknilegum yfirburðum í heiminum ef Huawei kemst í lykilstöðu í 5G-væðingu vestrænna ríkja sem stendur fyrir dyrum. Vísir/EPA Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. Styr hefur staðið um Huawei sem Bandaríkjastjórn sakar um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda þannig að það ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Áströlsk stjórnvöld vöruðu á sínum tíma við möguleikanum á að tæknin gæti verið notuð til njósna fyrir kínverska ríkið. Fulltrúar Huawei þvertaka fyrir það. Oliver Dowden, ráðherra stafrænna mála, tilkynnti breska þinginu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera Huawei útlægt frá Bretlandi í dag. Hún hafi verið tekin með þjóðaröryggis- og efnahagslega hugsmuni Bretlands í huga, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Huwaei sem tengjast framleiðslu þess á örflögum. Breska leyniþjónustan telur að afleiðingar þvingananna þýði að ekki sé lengur hægt að ræða sig á Huawei geti haldið uppi framboði á þeim. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar varða aðeins nýja 5G-tækni og því telja bresk stjórnvöld ekki ástæðu til þess að banna eldri kynslóðir tækja kínverska fyrirtækisins fyrir 2G, 3G eða 4G-fjarskiptanet. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði ítrekað þrýst á Boris Johnson, forsætisráðherra, að banna Huwaei en Johnson ákvað fyrr á þessu ári að leyfa kínverska fyrirtækinu að selja búnað sinn á Bretlandi með takmörkunum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur á móti varað við því að banna Huawei, eitt stærsta tæknifyrirtæki landsins, gæti haft umfangsmiklar afleiðingar fyrir viðskipti annarra kínverskar fyrirtækja. Bretland Huawei Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. 13. febrúar 2020 15:59 Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. 5. febrúar 2020 12:15 Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. Styr hefur staðið um Huawei sem Bandaríkjastjórn sakar um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda þannig að það ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Áströlsk stjórnvöld vöruðu á sínum tíma við möguleikanum á að tæknin gæti verið notuð til njósna fyrir kínverska ríkið. Fulltrúar Huawei þvertaka fyrir það. Oliver Dowden, ráðherra stafrænna mála, tilkynnti breska þinginu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera Huawei útlægt frá Bretlandi í dag. Hún hafi verið tekin með þjóðaröryggis- og efnahagslega hugsmuni Bretlands í huga, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Huwaei sem tengjast framleiðslu þess á örflögum. Breska leyniþjónustan telur að afleiðingar þvingananna þýði að ekki sé lengur hægt að ræða sig á Huawei geti haldið uppi framboði á þeim. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar varða aðeins nýja 5G-tækni og því telja bresk stjórnvöld ekki ástæðu til þess að banna eldri kynslóðir tækja kínverska fyrirtækisins fyrir 2G, 3G eða 4G-fjarskiptanet. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði ítrekað þrýst á Boris Johnson, forsætisráðherra, að banna Huwaei en Johnson ákvað fyrr á þessu ári að leyfa kínverska fyrirtækinu að selja búnað sinn á Bretlandi með takmörkunum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur á móti varað við því að banna Huawei, eitt stærsta tæknifyrirtæki landsins, gæti haft umfangsmiklar afleiðingar fyrir viðskipti annarra kínverskar fyrirtækja.
Bretland Huawei Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. 13. febrúar 2020 15:59 Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. 5. febrúar 2020 12:15 Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. 13. febrúar 2020 15:59
Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. 5. febrúar 2020 12:15
Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14