Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2020 12:04 Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi og hannyrðakona, sem dásamar íslensku ullina. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira