Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 21:09 Icelandair hefur, líkt og önnur flugfélög, verið í erfiðri stöðu undanfarið. Vísir/Vilhelm Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira