Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Ísak Hallmundarson skrifar 25. júlí 2020 19:20 Lukaku skoraði fyrsta mark Inter í dag. getty/Claudio Villa Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. Belginn Romelu Lukaku kom Inter yfir á 34. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði annar fyrrum leikmaður Manchester United, Alexis Sanchez, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Victor Moses, fyrrum leikmaður Chelsea gaf stoðsendinguna. Lukaku skoraði síðan þriðja mark Inter í blálokin og innsiglaði sannfærandi sigur. Lokatölur 3-0 fyrir Inter og er liðið nú með 76 stig í 2. sæti, fjórum stigum á eftir Juventus sem á leik til góða. Inter á eftir að spila tvo leiki og Juventus þrjá, þannig Juventus þarf einn sigur til að tryggja sér titilinn. Genoa er í 17. sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Ítalski boltinn
Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. Belginn Romelu Lukaku kom Inter yfir á 34. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði annar fyrrum leikmaður Manchester United, Alexis Sanchez, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Victor Moses, fyrrum leikmaður Chelsea gaf stoðsendinguna. Lukaku skoraði síðan þriðja mark Inter í blálokin og innsiglaði sannfærandi sigur. Lokatölur 3-0 fyrir Inter og er liðið nú með 76 stig í 2. sæti, fjórum stigum á eftir Juventus sem á leik til góða. Inter á eftir að spila tvo leiki og Juventus þrjá, þannig Juventus þarf einn sigur til að tryggja sér titilinn. Genoa er í 17. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti