Innlent

Meintir fíkni­efna­salar hand­teknir á Suður­nesjum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er til húsa í Reykjanesbæ.
Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er til húsa í Reykjanesbæ. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá á föstudag sem allir voru með fíkniefni í fórum sínum. Tveir þeirra eru jafnframt grunaðir um fíkniefnasölu. Í tilkynningu segir að á heimili eins þeirra hafi fundist talsvert magn af kannabisefnum í neyslueiningum, auk „sölubúnaðar og vogar“ og lyfsseðilsskyldra lyfja.

Þá var lagt hald á umtalsverða fjármuni sem maðurinn hafði í fórum sínum sem taldir voru ágóði af fíkniefnasölu.

Einn mannanna var handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur og reyndist sviptur ökuréttindum. Þá var hann með kannabisefni í neyslueiningum „sem falin voru í hurðarkarmi bifreiðarinnar sem hann ók, undir innréttingunni,“ að því er segir í tilkynningu. 

Lögregla kveðst ítrekað hafa haft afskipti af manninum, einkum vegna brota tengdum fíkniefnum. Þá sé þetta í annað skipti sem hann var staðinn að akstri án ökuréttinda. Þriðji maðurinn var með „allnokkuð“ af kannabisefnum í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×