Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2020 12:16 Sveinn Björnsson fyrsti forseti Íslands lést í embætti eftir átta ára setu í embætti. Af öðrum fyrrverandi forsetum er Kristján Eldjárn sá eini sem ekki bauð sig oftar fram en þrisvar og sat á Bessastöðum í tólf ár. Vísir/Vilhelm Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira