Fótbolti

Inter vill kaupa Sánchez

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Sánchez hefur sýnt gamla takta hjá Inter.
Alexis Sánchez hefur sýnt gamla takta hjá Inter. getty/Marco Canoniero

Inter vill kaupa Alexis Sánchez frá Manchester United. Sílemaðurinn hefur leikið sem lánsmaður með Inter á þessu tímabili.

Sánchez hefur leikið sérstaklega vel eftir að keppni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið átta stoðsendingar í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

United fékk Sánchez frá Arsenal í janúar 2018. Hann náði sér engan veginn á strik hjá félaginu og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, hefur engan áhuga á að halda honum.

Samningur Sánchez rennur ekki út fyrr en 2022. Talið er að hann fái 400 þúsund pund í vikulaun. United hefur borgað stóran hluta launa hans eftir að hann fór til Inter. Til að félagaskiptin til Inter gangi í gegn þyrfti Sánchez að taka á sig verulega launalækkun.

Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur ekki verið meðal þriggja efstu síðan 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×