TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Sylvía Hall skrifar 1. ágúst 2020 16:12 Trump er sagður hafa áhyggjur af því að kínversk yfirvöld fái aðgang að persónuupplýsingum notenda. getty/Rafael Henrique Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. Samfélagsmiðillinn yrði áfram aðgengilegur í Bandaríkjunum, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjaforseta. Þetta eru fyrstu viðbrögð frá aðstandendum TikTok eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að banna miðilinn í Bandaríkjunum. Boðaði hann tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag, og fullyrti að hann myndi nýta völd sín til þess að loka fyrir miðilinn. Trump er sagður hafa áhyggjur af því að kínversk yfirvöld fái aðgang að persónuupplýsingum notenda, en TikTok hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og þá sérstaklega á meðal ungmenna. Stjórnendur Tiktok hafna því að það kínverska ríkið stýri því eða fái gögn um notendur. Í yfirlýsingu Pappas sagði hún fyrirtækið vera þakklátt fyrir þann stuðning sem það hefur fundið fyrir frá því að forsetinn tilkynnti fyrirhugaða tilskipun. Vakti hún athygli á því að um 1.500 Bandaríkjamenn væru starfandi hjá TikTok og áætlað væri að um tíu þúsund starfsmenn myndu bætast við í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. „Við erum komin til að vera og ætlum að halda áfram að deila röddum ykkar. Stöndum með TikTok.“ A message to the TikTok community. pic.twitter.com/UD3TR2HfEf— TikTok (@tiktok_us) August 1, 2020 Samfélagsmiðlar Donald Trump TikTok Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04 Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50 Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. Samfélagsmiðillinn yrði áfram aðgengilegur í Bandaríkjunum, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjaforseta. Þetta eru fyrstu viðbrögð frá aðstandendum TikTok eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að banna miðilinn í Bandaríkjunum. Boðaði hann tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag, og fullyrti að hann myndi nýta völd sín til þess að loka fyrir miðilinn. Trump er sagður hafa áhyggjur af því að kínversk yfirvöld fái aðgang að persónuupplýsingum notenda, en TikTok hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og þá sérstaklega á meðal ungmenna. Stjórnendur Tiktok hafna því að það kínverska ríkið stýri því eða fái gögn um notendur. Í yfirlýsingu Pappas sagði hún fyrirtækið vera þakklátt fyrir þann stuðning sem það hefur fundið fyrir frá því að forsetinn tilkynnti fyrirhugaða tilskipun. Vakti hún athygli á því að um 1.500 Bandaríkjamenn væru starfandi hjá TikTok og áætlað væri að um tíu þúsund starfsmenn myndu bætast við í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. „Við erum komin til að vera og ætlum að halda áfram að deila röddum ykkar. Stöndum með TikTok.“ A message to the TikTok community. pic.twitter.com/UD3TR2HfEf— TikTok (@tiktok_us) August 1, 2020
Samfélagsmiðlar Donald Trump TikTok Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04 Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50 Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04
Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50
Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36