Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 07:34 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/MICHAEL REYNOLD Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Forsetinn segist hafa gert kröfu um að „verulegur hluti“ fjárhæðarinnar sem fæst fyrir TikTok komi í hlut ríkisins í samtali við Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, nú um helgina. „Bandaríkin ættu að fá stóran hluta af kaupverðinu af því við erum að gera þetta [söluna] mögulegt,“ hefur BBC eftir Trump. Forsetinn segist þá telja slíka ráðstöfun afar sanngjarna. Yfirstandandi samningaviðræður Microsoft og ByteDance snúa að mögulegum kaupum fyrrnefnda fyrirtækisins á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá varaði Trump við því að ef samningar nást ekki milli Microsoft og ByteDance um söluna á TikTok fyrir 15. september næstkomandi, myndi hann banna samskiptamiðilinn í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur áður ýjað að því að hann myndi banna miðilinn vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu aðgang að upplýsingum um Bandaríkjamenn sem nota forritið. Bæði TikTok og stjórnvöld í Peking hafa þvertekið fyrir slíkt. Kínverjar geti brugðist við „þjófnaðinum“ Breska ríkisútvarpið hefur eftir Nicholas Klein, lögmanni hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni DLA Piper, að málið sé afar óvenjulegt og að almennt hafi ríkið ekki heimild til þess að taka hluta af viðskiptasamningum milli einkaaðila. Þá segir í kínverska ríkisblaðinu China Daily að stjórnvöld Peking myndi ekki samþykkja „þjófnað“ á kínversku tæknifyrirtæki og varaði við því að Kína hefði „ýmsar leiðir til þess að bregðast við ef ríkisstjórnin fylgir eftir fyrirætlunum sínum um innbrot og þjófnað,“ og vísar þar til þess að Trump segist ætla að banna TikTok, verði bandaríski hluti þess ekki kominn í hendur innlendra aðila fyrir miðjan næsta mánuð. Bandaríkin Kína Microsoft Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Forsetinn segist hafa gert kröfu um að „verulegur hluti“ fjárhæðarinnar sem fæst fyrir TikTok komi í hlut ríkisins í samtali við Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, nú um helgina. „Bandaríkin ættu að fá stóran hluta af kaupverðinu af því við erum að gera þetta [söluna] mögulegt,“ hefur BBC eftir Trump. Forsetinn segist þá telja slíka ráðstöfun afar sanngjarna. Yfirstandandi samningaviðræður Microsoft og ByteDance snúa að mögulegum kaupum fyrrnefnda fyrirtækisins á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá varaði Trump við því að ef samningar nást ekki milli Microsoft og ByteDance um söluna á TikTok fyrir 15. september næstkomandi, myndi hann banna samskiptamiðilinn í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur áður ýjað að því að hann myndi banna miðilinn vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu aðgang að upplýsingum um Bandaríkjamenn sem nota forritið. Bæði TikTok og stjórnvöld í Peking hafa þvertekið fyrir slíkt. Kínverjar geti brugðist við „þjófnaðinum“ Breska ríkisútvarpið hefur eftir Nicholas Klein, lögmanni hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni DLA Piper, að málið sé afar óvenjulegt og að almennt hafi ríkið ekki heimild til þess að taka hluta af viðskiptasamningum milli einkaaðila. Þá segir í kínverska ríkisblaðinu China Daily að stjórnvöld Peking myndi ekki samþykkja „þjófnað“ á kínversku tæknifyrirtæki og varaði við því að Kína hefði „ýmsar leiðir til þess að bregðast við ef ríkisstjórnin fylgir eftir fyrirætlunum sínum um innbrot og þjófnað,“ og vísar þar til þess að Trump segist ætla að banna TikTok, verði bandaríski hluti þess ekki kominn í hendur innlendra aðila fyrir miðjan næsta mánuð.
Bandaríkin Kína Microsoft Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira