Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 10:44 Loftmynd af Stuðlagili. Vísir/Vilhelm Stefanía Katrín Karlsdóttir, landeigandi á Grund Efri-Jökuldal þar sem Stuðlagil er að finna, segir dreifingu mynda af gilinu á internetinu á við faraldur. Mikið hefur borið á því að ferðamenn heimsæki gilið í þeim tilgangi að berja það augum, og margir smella jafnvel af einni mynd fyrir Instagram, en Stefanía segist engar tekjur hafa af ferðum fólks inn á landið hjá sér. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Stefanía að á síðustu þremur árum, eftir að Jökulsá var stífluð við Kárahnjúkavirkjun, hafi gilið orðið vinsælt meðal ferðamanna. WOW-air hafi meðal annars notað myndir af gilinu í kynningarefni frá sér, án þess að láta landeigendur vita eða spyrja leyfis. „Svo er þetta bara eins og hver annar faraldur, og eiginlega verra en faraldur. Það verður alveg gífurleg dreifing á myndum á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum,“ segir Stefanía. Hún segir þessa dreifingu valda því að æ fleiri vilji berja gilið augum. Hún segir að í byrjun hafi ekki verið nein aðstaða til þess að taka á móti fólki, bara vegurinn að bænum á Grund. „Í byrjun var það þannig að útlendingarnir voru fyrri til að uppgötva þetta gil. Íslendingar komu seinna. Það var ekki fyrr en á þessu ári sem við sáum Íslendinga að koma af einhverju viti.“ Hún segir að á síðasta ári hafi komið mikill fjöldi fólks, og telur að um 90 prósent þeirra sem komu í gilið hafi verið erlendir ferðamenn. Í ár hafi hlutfallinu þá líklega verið snúið á haus. Teljari sem settur var upp í sumarbyrjun sýnir að um 15.000 manns hafi lagt leið sína að gilinu í sumar. Þá segir hún íslensku ferðamennina ganga mun betur um svæðið en þeir erlendu. Engar tekjur enn „Það eru margir sem halda að við sitjum á gullkistu en ég hef nú ekki séð þá kistu, né hef reynt að opna hana, en hún er bara tóm. Það eru engar tekjur enn þá,“ segir Stefanía. Hún bætir við að hún hafi þó fengið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp lágmarksinnviði á borð við bílastæði, afmarkaða göngustíga að gilinu og merkingar. Þá hafi verið smíðaðir pallar og stigar inni á landi hennar í fyrra. „Þetta er bara heljarinnar verkefni og auðvitað er þetta íþyngjandi. Við sitjum faktíst uppi með þetta,“ segir Stefanía. Hún segir landeigendum hafa staðið nokkrir kostir til boða: Að aðhafast ekkert, að loka landareigninni sem hún segir erfitt og illframkvæmanlegt eða að „reyna að gera eitthvað.“ Tækifærin eflaust að finna Stefanía segist þó telja að í þessari miklu aðsókn að gilinu geti falist einhver tækifæri. „Það má alveg líta á svona nýjung sem tækifæri og tækifæri felast eflaust í einhverri þjónustuuppbygginu.“ Hún segir þó að opinberar tölur Ferðamálastofu og Hagstofunnar bendi til þess að 70 prósent erlendra ferðamanna sem ferðast á Austurlandi komi á tímabilinu maí til september. „Þá erum við að horfa á það að uppbygging miðast eingöngu við sumarið. Svo kemur Covid, þá eru ekki erlendir ferðamenn. Þá erum við með Íslendinga, og eins og við vitum mætavel, þeir elta veðrið,“ segir Stefanía og bætir við að Íslendingar ferðist lang mest frá 20. júní fram að verslunarmannahelgi, sem er um sex vikna tímabil. „Ef maður ætlar að fara mjög mikla uppbyggingu upp á milljónatugi lengst uppi í sveit þar sem er ekki einu sinni starfsmannaaðstaða, það er ekki gott að ana að neinu þarna.“ Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Stefaníu í heild sinni. Eins og áður sagði hefur Stuðlagil sótt í sig veðrið sem vinsæll viðkomustaður ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem margir hverjir eru ólmir í að birta myndir af gilinu og, eftir atvikum, sjálfum sér með. Því til stuðnings má benda á að sé staðsetningarmerking gilsins á Instagram skoðuð má sjá ógrynni nýrri og eldri mynda frá gilinu, eins og sjá má hér að ofan. Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rangt var haft eftir í fyrri fyrirsögn. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fljótsdalshérað Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Sjá meira
Stefanía Katrín Karlsdóttir, landeigandi á Grund Efri-Jökuldal þar sem Stuðlagil er að finna, segir dreifingu mynda af gilinu á internetinu á við faraldur. Mikið hefur borið á því að ferðamenn heimsæki gilið í þeim tilgangi að berja það augum, og margir smella jafnvel af einni mynd fyrir Instagram, en Stefanía segist engar tekjur hafa af ferðum fólks inn á landið hjá sér. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Stefanía að á síðustu þremur árum, eftir að Jökulsá var stífluð við Kárahnjúkavirkjun, hafi gilið orðið vinsælt meðal ferðamanna. WOW-air hafi meðal annars notað myndir af gilinu í kynningarefni frá sér, án þess að láta landeigendur vita eða spyrja leyfis. „Svo er þetta bara eins og hver annar faraldur, og eiginlega verra en faraldur. Það verður alveg gífurleg dreifing á myndum á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum,“ segir Stefanía. Hún segir þessa dreifingu valda því að æ fleiri vilji berja gilið augum. Hún segir að í byrjun hafi ekki verið nein aðstaða til þess að taka á móti fólki, bara vegurinn að bænum á Grund. „Í byrjun var það þannig að útlendingarnir voru fyrri til að uppgötva þetta gil. Íslendingar komu seinna. Það var ekki fyrr en á þessu ári sem við sáum Íslendinga að koma af einhverju viti.“ Hún segir að á síðasta ári hafi komið mikill fjöldi fólks, og telur að um 90 prósent þeirra sem komu í gilið hafi verið erlendir ferðamenn. Í ár hafi hlutfallinu þá líklega verið snúið á haus. Teljari sem settur var upp í sumarbyrjun sýnir að um 15.000 manns hafi lagt leið sína að gilinu í sumar. Þá segir hún íslensku ferðamennina ganga mun betur um svæðið en þeir erlendu. Engar tekjur enn „Það eru margir sem halda að við sitjum á gullkistu en ég hef nú ekki séð þá kistu, né hef reynt að opna hana, en hún er bara tóm. Það eru engar tekjur enn þá,“ segir Stefanía. Hún bætir við að hún hafi þó fengið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp lágmarksinnviði á borð við bílastæði, afmarkaða göngustíga að gilinu og merkingar. Þá hafi verið smíðaðir pallar og stigar inni á landi hennar í fyrra. „Þetta er bara heljarinnar verkefni og auðvitað er þetta íþyngjandi. Við sitjum faktíst uppi með þetta,“ segir Stefanía. Hún segir landeigendum hafa staðið nokkrir kostir til boða: Að aðhafast ekkert, að loka landareigninni sem hún segir erfitt og illframkvæmanlegt eða að „reyna að gera eitthvað.“ Tækifærin eflaust að finna Stefanía segist þó telja að í þessari miklu aðsókn að gilinu geti falist einhver tækifæri. „Það má alveg líta á svona nýjung sem tækifæri og tækifæri felast eflaust í einhverri þjónustuuppbygginu.“ Hún segir þó að opinberar tölur Ferðamálastofu og Hagstofunnar bendi til þess að 70 prósent erlendra ferðamanna sem ferðast á Austurlandi komi á tímabilinu maí til september. „Þá erum við að horfa á það að uppbygging miðast eingöngu við sumarið. Svo kemur Covid, þá eru ekki erlendir ferðamenn. Þá erum við með Íslendinga, og eins og við vitum mætavel, þeir elta veðrið,“ segir Stefanía og bætir við að Íslendingar ferðist lang mest frá 20. júní fram að verslunarmannahelgi, sem er um sex vikna tímabil. „Ef maður ætlar að fara mjög mikla uppbyggingu upp á milljónatugi lengst uppi í sveit þar sem er ekki einu sinni starfsmannaaðstaða, það er ekki gott að ana að neinu þarna.“ Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Stefaníu í heild sinni. Eins og áður sagði hefur Stuðlagil sótt í sig veðrið sem vinsæll viðkomustaður ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem margir hverjir eru ólmir í að birta myndir af gilinu og, eftir atvikum, sjálfum sér með. Því til stuðnings má benda á að sé staðsetningarmerking gilsins á Instagram skoðuð má sjá ógrynni nýrri og eldri mynda frá gilinu, eins og sjá má hér að ofan. Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rangt var haft eftir í fyrri fyrirsögn.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fljótsdalshérað Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Sjá meira