Mikilvægi Grétars Rafns hjá Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 22:00 Grétar Rafn er mikils metinn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Vísir/The Athletic Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira