Fótbolti

„Svo núna þarf ég að kalla þig herra?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pirlo og Buffon á góðri stundu.
Pirlo og Buffon á góðri stundu. vísir/getty

Það kom mörgum á óvart þegar Andrea Pirlo var fyrr í dag ráðinn þjálfari Juventus, einungis nokkrum dögum eftir að hann var ráðinn þjálfari U23-ára liðs félagsins.

Maurizio Sarri var í morgun rekinn úr starfi sem þjálfari liðsins eftir að honum mistókst að koma liðinu áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Eins og áður segir var Pirlo nýráðin til starfa hjá félaginu sem þjálfari U23-ára liðsins en það átti að vera hans fyrsta þjálfarastarf.

Það stóð ekki lengi yfir því síðdegis í dag, laugardag, var tilkynnt að Pirlo hefði verið ráðinn sem þjálfari aðalliðsins.

„Svo nú þarf ég að kalla þig herra!?!?! Gangi þér vel með þetta nýja verkefni Andrea #CoachPirlo,“ skrifaði Gianluigi Buffon á Twitter-síðu sína.

Buffon er samningsbundinn Juventus út næsta ár, rétt eins og Pirlo, en þeir léku saman hjá félaginu á árunum 2011 til 2015 og einnig hjá ítalska landsliðinu.


Tengdar fréttir

Pirlo ráðinn stjóri Juventus

Andrea Pirlo hefur verið ráðinn þjálfari Juventus en samningur hans gildir út næstu leiktíð.

Juventus búið að reka Sarri

Maurizio Sarri hefur verið sagt upp störfum hjá Ítalíumeisturum Juventus eftir eitt ár með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×