Innlent

Bílar óökuhæfir eftir árekstra

Samúel Karl Ólason skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í kvöld tilkynningu um árekstur í austurhluta borgarinnar. Þar höfðu tveir bílar skollið saman og voru báðir óökuhæfir eftir slysið. Sjúkrabíll var sendur á vettvang en ekki þurfti að flytja neinn til aðhlynningar.

Samkvæmt dagbók lögreglu bárust einnig tilkynningar um slys í Hafnarfirði og í Garðabæ. Í fyrra atvikinu var sjúkrabíll sendur á vettvang þar sem fólk kenndi sér meins eftir slysið. Í seinna atvikinu var bíl ekið á ljósastaur og var hann óökufær eftir það.

Rétt fyrir klukkan sex í dag fékk lögreglan tilkynningu um tvo aðila sem voru að fara inn í bíla í miðbæ Reykjavíkur. Lögregluþjónar höfðu hendur í hári þeirra beggja. Einnig barst tilkynning um innbrot á hótel í miðbænum.

Þá var tilkynnt um konu í annarlegu ástandi á skyndibitastað í miðbænum. Lögregluþjónar voru sendir henni til aðstoðar og komu þeir henni heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×