Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 09:34 Búningarnir sem um ræðir. Mynd/Delta Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira