Enski boltinn

„Unun að fylgjast með Rooney“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Cocu í skýjunum með nýja manninn
Cocu í skýjunum með nýja manninn vísir/getty

Manchester United goðsögnin Wayne Rooney sneri aftur í enska boltann á dögunum og hefur fengið algjöra draumabyrjun með nýja liði sínu; B-deildarliðinu Derby County.

Derby vann 2-1 sigur á Barnsley í frumraun Rooney á fimmtudagskvöld og í dag gerði liðið sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Crystal Palace út úr enska bikarnum. Lék Rooney allan leikinn á miðju Derby og uppskar mikið hrós frá Philip Cocu, stjóra Derby, í leikslok.

„Hann hafði mikil áhrif á leikinn með reynslu sinni. Hann veit hvenær hann á að fá boltann og hann kemur honum frábærlega frá sér. Aðrir leikmenn vita að hann getur sent ótrúlegar sendingar svo þeir taka hlaupin sín,“ segir Cocu.

Derby er í 17.sæti ensku B-deildarinnar og var í töluverðum vandræðum í deildinni í desembermánuði en hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína á nýju ári.

„Stór hluti ástæðunnar fyrir þessum góða leik var samvinna hans og Tom Huddlestone á miðsvæðinu. Það var unun að fylgjast með honum.“

 „Heilt yfir var þetta frábær liðsframmistaða. Við reyndum að taka frumkvæðið jafnvel þó við værum á útivelli,“ sagði Cocu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×