Gæti Ísland orðið að paradís fyrir fjarvinnufólk? Sarah Pike skrifar 14. ágúst 2020 13:30 Flestir þeirra ferðamanna sem heimsóttu Ísland á síðasta ári komu frá Bandaríkjunum, og skv. könnun Icelandair frá því í vor hafa Bandaríkjamenn enn áhuga á að heimsækja Ísland í framtíðinni. Ég er einn þessara Bandaríkjamanna. Mig langar hins vegar ekki lengur að vera bara ferðamaður; ég vona að einn góðan veðurdag muni ég geta búið á Íslandi til frambúðar. Ég heimsæki Ísland reglulega (u.þ.b. þrisvar eða fjórum sinnum á ári). Þegar öruggt verður að ferðast á nýjan leik verð ég aftur mætt, með fartölvuna svo ég geti unnið vinnu mína hjá bandarísku fyrirtæki í fjarvinnu og jafnframt notið íslenskrar náttúru á ný. Ég vildi aðeins óska að ég gæti dvalið þar lengur, og bind við það miklar vonir að það verði hægt einn daginn. Kveikjan að þessari nýju von var nýleg frétt af orðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að vel komi til greina að skoða það alvarlega að gera erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki kleift að búa á Íslandi og sinna þaðan vinnu sinni sem fjarvinnu. Hún stakk jafnvel upp á því að ráðstafa fé til þess að koma Íslandi á framfæri erlendis sem landi sem henti vel til fjarvinnu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur nýlega viðrað svipaðar hugmyndir. Hann segir: „Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“ Gæti ekki hlotist af því mikill ávinningur fyrir Ísland að hvetja útlendinga til þess að dvelja hér nógu lengi til að þeir leggi sitt af mörkum til samfélagsins? Frétt af bandaríska forstjóranum Kevin Laws, sem starfar með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi, veitir jafnframt innsýn í mögulega kosti þess að auðvelda erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki að sinna samstarfi og nýsköpun með íslenskum aðilum. Kevin minnist í fréttinni á það að hann geti sinnt vinnu sinni hvaðan sem er svo lengi sem hann hafi aðgang að nettengingu. Kevin er ekki sá eini í þessari stöðu. Ört vaxandi hópur einstaklinga er í sömu stöðu og hann hvað varðar vinnu sína og getur unnið hvaðan sem hægt er að tengjast netinu. Þónokkur stór tæknifyrirtæki (Twitter, Facebook, Slack o.s.frv.) hafa sagst munu leyfa starfsfólki sínu að vinna heimanfrá til lengri tíma, jafnvel þegar faraldurinn verður yfirstaðinn. Ný könnun meðal leiðtoga í tölvutækni á ýmsum sviðum atvinnulífsins leiddi í ljós að yfir tveir þriðju fyrirtækja eiga von á að notast við fjarvinnuúrræði sín til lengri tíma. Það er án efa til staðar fjölmennur hópur útlendinga sem gæti séð fyrir sér fjárhagslega með vinnu erlendis og skilað á sama tíma sínu til íslensks samfélags þannig að allir njóti góðs af. Það að koma Íslandi á framfæri sem fjarvinnulandi hefði í för með sér fjölmörg tækifæri til menningarlegs samstarfs, sem opnar ýmsar dyr á sviðum nýsköpunar og hagvaxtar. Sjálf vonast ég til þess að geta á endanum unnið fyrir bandarískan vinnuveitanda minn en haft fasta búsetu á Íslandi. Jafnframt vonast ég til þess að öðlast fullt vald á íslenskunni (ég hef verið að læra hana í tvö ár) og láta gott af mér leiða í samfélaginu með því að bjóða góðgerðarsamtökum endurgjaldslaust vinnu mína á sviði markaðssetningar (sem ég starfa við). Að faraldrinum loknum vil ég hvetja til nánari skoðunar á þessum möguleika, og þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vekja máls á þessari mögulegu tilhögun. Höfundur er Bandaríkjamaður sem býr í Salt Lake City í Bandaríkjunum en heimsækir Ísland reglulega. Þóra Ingvarsdóttir íslenskaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Flestir þeirra ferðamanna sem heimsóttu Ísland á síðasta ári komu frá Bandaríkjunum, og skv. könnun Icelandair frá því í vor hafa Bandaríkjamenn enn áhuga á að heimsækja Ísland í framtíðinni. Ég er einn þessara Bandaríkjamanna. Mig langar hins vegar ekki lengur að vera bara ferðamaður; ég vona að einn góðan veðurdag muni ég geta búið á Íslandi til frambúðar. Ég heimsæki Ísland reglulega (u.þ.b. þrisvar eða fjórum sinnum á ári). Þegar öruggt verður að ferðast á nýjan leik verð ég aftur mætt, með fartölvuna svo ég geti unnið vinnu mína hjá bandarísku fyrirtæki í fjarvinnu og jafnframt notið íslenskrar náttúru á ný. Ég vildi aðeins óska að ég gæti dvalið þar lengur, og bind við það miklar vonir að það verði hægt einn daginn. Kveikjan að þessari nýju von var nýleg frétt af orðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að vel komi til greina að skoða það alvarlega að gera erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki kleift að búa á Íslandi og sinna þaðan vinnu sinni sem fjarvinnu. Hún stakk jafnvel upp á því að ráðstafa fé til þess að koma Íslandi á framfæri erlendis sem landi sem henti vel til fjarvinnu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur nýlega viðrað svipaðar hugmyndir. Hann segir: „Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið.“ Gæti ekki hlotist af því mikill ávinningur fyrir Ísland að hvetja útlendinga til þess að dvelja hér nógu lengi til að þeir leggi sitt af mörkum til samfélagsins? Frétt af bandaríska forstjóranum Kevin Laws, sem starfar með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi, veitir jafnframt innsýn í mögulega kosti þess að auðvelda erlendum ríkisborgurum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki að sinna samstarfi og nýsköpun með íslenskum aðilum. Kevin minnist í fréttinni á það að hann geti sinnt vinnu sinni hvaðan sem er svo lengi sem hann hafi aðgang að nettengingu. Kevin er ekki sá eini í þessari stöðu. Ört vaxandi hópur einstaklinga er í sömu stöðu og hann hvað varðar vinnu sína og getur unnið hvaðan sem hægt er að tengjast netinu. Þónokkur stór tæknifyrirtæki (Twitter, Facebook, Slack o.s.frv.) hafa sagst munu leyfa starfsfólki sínu að vinna heimanfrá til lengri tíma, jafnvel þegar faraldurinn verður yfirstaðinn. Ný könnun meðal leiðtoga í tölvutækni á ýmsum sviðum atvinnulífsins leiddi í ljós að yfir tveir þriðju fyrirtækja eiga von á að notast við fjarvinnuúrræði sín til lengri tíma. Það er án efa til staðar fjölmennur hópur útlendinga sem gæti séð fyrir sér fjárhagslega með vinnu erlendis og skilað á sama tíma sínu til íslensks samfélags þannig að allir njóti góðs af. Það að koma Íslandi á framfæri sem fjarvinnulandi hefði í för með sér fjölmörg tækifæri til menningarlegs samstarfs, sem opnar ýmsar dyr á sviðum nýsköpunar og hagvaxtar. Sjálf vonast ég til þess að geta á endanum unnið fyrir bandarískan vinnuveitanda minn en haft fasta búsetu á Íslandi. Jafnframt vonast ég til þess að öðlast fullt vald á íslenskunni (ég hef verið að læra hana í tvö ár) og láta gott af mér leiða í samfélaginu með því að bjóða góðgerðarsamtökum endurgjaldslaust vinnu mína á sviði markaðssetningar (sem ég starfa við). Að faraldrinum loknum vil ég hvetja til nánari skoðunar á þessum möguleika, og þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vekja máls á þessari mögulegu tilhögun. Höfundur er Bandaríkjamaður sem býr í Salt Lake City í Bandaríkjunum en heimsækir Ísland reglulega. Þóra Ingvarsdóttir íslenskaði.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun