Banna „heilaþvottastöð“ á Facebook og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2020 12:15 Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna. Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna.
Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira