Færa út kvíarnar í rannsókn á peningaþvætti Danske bank Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 15:25 Útibú Danske bank í Tallin í janúar í fyrra. Bankanum var úthýst frá Eistlandi vegna peningaþvættishneykslisins. Vísir/EPA Saksóknarar í Eistlandi hafa útvíkkað rannsókn sína á peningaþvætti sem fór fram í gengum útibú Danske bank í landinu og nær hún nú til millifærslna á allt að tveimur milljörðum dollara, jafnvirði 246 milljarða íslenskra króna. Fleiri lönd, þar á meðal Bandaríkin, taka þátt í rannsókninni. Upphaflega beindist rannsóknin að mögulegu þvætti á um 300 milljónum dollara, jafnvirði um 37 milljarða íslenskra króna. Nú rannsaka saksóknararnir fleiri en tíu tilfelli þar sem allt að tveir milljarðar dollara voru í spilunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er þó aðeins brot af þeim um 220 milljörðum dollara sem grunur leikur á að hafi verið þvættaðir í gegnum útibú danska bankans í Tallin. Auk rannsóknarinnar í Eistlandi vofa háar sektir yfir Danske bank í Bandaríkjunum. Yfirvöld þar eru sögð taka þátt í eistnesku rannsókninni ásamt fleiri löndum. Tíu fyrrverandi starfsmenn útibús Danske bank í Tallin voru handteknir vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í peningaþvættinu árið 2018. Hlutabréf í Danske hafa rýrnað um meira en helming frá því að ásakanirnar um stórfellt peningaþvætti komust í hámæli. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Hluthafar krefja Danske bank um milljarða vegna peningaþvættisins Danske bank er sakaður um að hafa blekkt hluthafa sem krefja bankann um milljarða króna. 27. desember 2019 13:32 Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Saksóknarar í Eistlandi hafa útvíkkað rannsókn sína á peningaþvætti sem fór fram í gengum útibú Danske bank í landinu og nær hún nú til millifærslna á allt að tveimur milljörðum dollara, jafnvirði 246 milljarða íslenskra króna. Fleiri lönd, þar á meðal Bandaríkin, taka þátt í rannsókninni. Upphaflega beindist rannsóknin að mögulegu þvætti á um 300 milljónum dollara, jafnvirði um 37 milljarða íslenskra króna. Nú rannsaka saksóknararnir fleiri en tíu tilfelli þar sem allt að tveir milljarðar dollara voru í spilunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er þó aðeins brot af þeim um 220 milljörðum dollara sem grunur leikur á að hafi verið þvættaðir í gegnum útibú danska bankans í Tallin. Auk rannsóknarinnar í Eistlandi vofa háar sektir yfir Danske bank í Bandaríkjunum. Yfirvöld þar eru sögð taka þátt í eistnesku rannsókninni ásamt fleiri löndum. Tíu fyrrverandi starfsmenn útibús Danske bank í Tallin voru handteknir vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í peningaþvættinu árið 2018. Hlutabréf í Danske hafa rýrnað um meira en helming frá því að ásakanirnar um stórfellt peningaþvætti komust í hámæli.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Hluthafar krefja Danske bank um milljarða vegna peningaþvættisins Danske bank er sakaður um að hafa blekkt hluthafa sem krefja bankann um milljarða króna. 27. desember 2019 13:32 Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56
Hluthafar krefja Danske bank um milljarða vegna peningaþvættisins Danske bank er sakaður um að hafa blekkt hluthafa sem krefja bankann um milljarða króna. 27. desember 2019 13:32
Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50