Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 12:30 Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra, Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir. Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir.
Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira