Daginn búið að lengja um sextíu mínútur í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2020 09:36 Álftir eru byrjaðar tilhugalífið en þessi mynd var tekin á Árbæjarstíflu í Reykjavík laust fyrir klukkan fjögur í gær. Sólin var þá komin á bak við Breiðholtshvarf. Mynd/KMU. Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans, - og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta. Þannig hefur daginn núna lengt um 60 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum 22. desember. Lengingin er meiri síðdegis, eða 40 mínútur, en 20 mínútur að morgni. Sólris í borginni í dag er klukkan 11.02 og sólsetur klukkan 16.09 og telst lengd dagsins því vera 5 stundir og 7 mínútur. Sólarhæð fer í 4,4 gráður yfir sjóndeildarhring á hádegi, sem er klukkan 13.35 í Reykjavík, en upplýsingarnar eru fengnar af tímatalsvefnum timeanddate.com. Horft til norðurs frá Breiðholtshvarfi yfir Árbæjarsafn og Árbæjarlón í gær. Fjær eru Akrafjall og Esja.Mynd/KMU. Talsverðu munar á byggðum landsins eftir hnattstöðu þeirra. Þannig kemur sólin upp á Höfn í Hornafirði klukkan 10.37 en á Ísafirði telst sólris vera klukkan 11.36, um klukkustund síðar. Þar hindra þó fjöll Ísfirðinga í að sjá sólina frá heimilum sínum á þeirri stundu. Lengd dagsins telst vera 5 stundir og 4 mínútur á Höfn en 4 stundir og 8 mínútur á Ísafirði. Lenging dagsins er hins vegar orðin 85 mínútur á Ísafirði en 60 mínútur á Höfn. Á Ísafirði er sú venja að fagna hækkun sólar með sólarkaffi þann 25. janúar þegar sólin sést á ný á Sólgötu við Eyrartún, þar sem Ísafjarðarkirkja er, en þá hefur sólin verið í hvarfi á bak við fjöllin í tvo mánuði.Mynd/Kirkjukort.net Íbúar Vestmannaeyja, syðsta bæjar landsins, njóta lengsta sólargangs allra landsmanna í dag, eða í 5 stundir og 24 mínútur, sem er 54 mínútna lenging frá stysta degi ársins. Þar er sólris klukkan 10.47 en sólsetur klukkan 16.11, tveimur mínútum seinna en í Reykjavík, og þar nær sólarhæð 5 gráðum á hádegi klukkan 13.29. Á sama hátt njóta íbúar nyrstu byggðarinnar, Grímseyjar, stysta sólargangs, eða í 3 stundir og 50 mínútur í dag. Þar er lengingin frá vetrarsólstöðum hins vegar orðin mest eða 98 mínútur. Lengingin er einnig hröðust þar, eða yfir 7 mínútur milli daga næstu vikuna, meðan lenging dagsins í Vestmannaeyjum nemur um 5 mínútum milli daga. Frá Akureyri. Þar hefur daginn lengt um 77 mínútur frá vetrarsólstöðum.Vísir/Tryggvi Á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, er sólris í dag klukkan 11.09 en sólsetur klukkan 15.32, lengd dagsins því 4 stundir og 23 mínútur og lengingin 77 mínútur frá því sól var lægst á lofti. Þar nær sólin upp í 2,9 gráður á hádegi í dag, sem er klukkan 13.20 á Akureyri. Þótt ekki virðist langt á milli staða getur munað miklu á sólargangi. Þannig er sólris á Siglufirði klukkan 11.21 í dag, 12 mínútum seinna en á Akureyri, og á Siglufirði er sólsetur klukkan 15.26, 6 mínútum fyrr en á Akureyri. Þannig telst þessi dagur vera 4 stundir og 5 mínútur á Siglufirði, 18 mínútum styttri en á Akureyri. Það kemur eflaust mörgum á óvart hve miklu munar á hádegi eftir því hvort menn eru staddir austast eða vestast á landinu. Þannig er hádegi í Neskaupstað í dag klukkan 13.02 en á Patreksfirði klukkan 13.44. Akureyri Fjallabyggð Fjarðabyggð Grímsey Heilsa Hornafjörður Ísafjarðarbær Reykjavík Vestmannaeyjar Vesturbyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans, - og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta. Þannig hefur daginn núna lengt um 60 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum 22. desember. Lengingin er meiri síðdegis, eða 40 mínútur, en 20 mínútur að morgni. Sólris í borginni í dag er klukkan 11.02 og sólsetur klukkan 16.09 og telst lengd dagsins því vera 5 stundir og 7 mínútur. Sólarhæð fer í 4,4 gráður yfir sjóndeildarhring á hádegi, sem er klukkan 13.35 í Reykjavík, en upplýsingarnar eru fengnar af tímatalsvefnum timeanddate.com. Horft til norðurs frá Breiðholtshvarfi yfir Árbæjarsafn og Árbæjarlón í gær. Fjær eru Akrafjall og Esja.Mynd/KMU. Talsverðu munar á byggðum landsins eftir hnattstöðu þeirra. Þannig kemur sólin upp á Höfn í Hornafirði klukkan 10.37 en á Ísafirði telst sólris vera klukkan 11.36, um klukkustund síðar. Þar hindra þó fjöll Ísfirðinga í að sjá sólina frá heimilum sínum á þeirri stundu. Lengd dagsins telst vera 5 stundir og 4 mínútur á Höfn en 4 stundir og 8 mínútur á Ísafirði. Lenging dagsins er hins vegar orðin 85 mínútur á Ísafirði en 60 mínútur á Höfn. Á Ísafirði er sú venja að fagna hækkun sólar með sólarkaffi þann 25. janúar þegar sólin sést á ný á Sólgötu við Eyrartún, þar sem Ísafjarðarkirkja er, en þá hefur sólin verið í hvarfi á bak við fjöllin í tvo mánuði.Mynd/Kirkjukort.net Íbúar Vestmannaeyja, syðsta bæjar landsins, njóta lengsta sólargangs allra landsmanna í dag, eða í 5 stundir og 24 mínútur, sem er 54 mínútna lenging frá stysta degi ársins. Þar er sólris klukkan 10.47 en sólsetur klukkan 16.11, tveimur mínútum seinna en í Reykjavík, og þar nær sólarhæð 5 gráðum á hádegi klukkan 13.29. Á sama hátt njóta íbúar nyrstu byggðarinnar, Grímseyjar, stysta sólargangs, eða í 3 stundir og 50 mínútur í dag. Þar er lengingin frá vetrarsólstöðum hins vegar orðin mest eða 98 mínútur. Lengingin er einnig hröðust þar, eða yfir 7 mínútur milli daga næstu vikuna, meðan lenging dagsins í Vestmannaeyjum nemur um 5 mínútum milli daga. Frá Akureyri. Þar hefur daginn lengt um 77 mínútur frá vetrarsólstöðum.Vísir/Tryggvi Á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, er sólris í dag klukkan 11.09 en sólsetur klukkan 15.32, lengd dagsins því 4 stundir og 23 mínútur og lengingin 77 mínútur frá því sól var lægst á lofti. Þar nær sólin upp í 2,9 gráður á hádegi í dag, sem er klukkan 13.20 á Akureyri. Þótt ekki virðist langt á milli staða getur munað miklu á sólargangi. Þannig er sólris á Siglufirði klukkan 11.21 í dag, 12 mínútum seinna en á Akureyri, og á Siglufirði er sólsetur klukkan 15.26, 6 mínútum fyrr en á Akureyri. Þannig telst þessi dagur vera 4 stundir og 5 mínútur á Siglufirði, 18 mínútum styttri en á Akureyri. Það kemur eflaust mörgum á óvart hve miklu munar á hádegi eftir því hvort menn eru staddir austast eða vestast á landinu. Þannig er hádegi í Neskaupstað í dag klukkan 13.02 en á Patreksfirði klukkan 13.44.
Akureyri Fjallabyggð Fjarðabyggð Grímsey Heilsa Hornafjörður Ísafjarðarbær Reykjavík Vestmannaeyjar Vesturbyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira