Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 10:49 Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15
Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31