Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 06:45 Fjallið Þorbjörn er skammt frá bænum Grindavík eins og þessi mynd sýnir. vísir/egill a Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við Þorbjörn en fjallið skammt frá Grindavík og Svartsengisvirkjun HS Orku. Landrisið hefur verið óvenjuhratt síðustu sex daga, eða 3-4 millimetrar á dag, og telja vísindamenn líklegast að kvikusöfnun sé nú undir svæðinu við Þorbjörn. Það gæti verið undanfari eldgoss. Bjarki Kaldalóns Fris, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftanum sem varð rétt fyrir sjö í gærkvöldi hafi fylgt nokkrir smærri eftirskjálftar. Síðan hafi þrír til fjórir skjálftar síðan sem hafi mælst að stærðinni einn eða minna. „Það komu auðvitað kippir í gærkvöldi, þessi 3,1 sem er aðeins stærri, en það heldur bara áfram sú virkni sem byrjaði á miðvikudaginn. Ég veit ekki stöðuna á GPS-mælunum, hversu mikið þenslan hefur breyst eftir skjálftana í gær, en það kemur eflaust í ljós hjá þeim sem eru að vinna með GPS-gögnin nú í morgunsárið,“ segir Bjarki. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Sjá meira
Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við Þorbjörn en fjallið skammt frá Grindavík og Svartsengisvirkjun HS Orku. Landrisið hefur verið óvenjuhratt síðustu sex daga, eða 3-4 millimetrar á dag, og telja vísindamenn líklegast að kvikusöfnun sé nú undir svæðinu við Þorbjörn. Það gæti verið undanfari eldgoss. Bjarki Kaldalóns Fris, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftanum sem varð rétt fyrir sjö í gærkvöldi hafi fylgt nokkrir smærri eftirskjálftar. Síðan hafi þrír til fjórir skjálftar síðan sem hafi mælst að stærðinni einn eða minna. „Það komu auðvitað kippir í gærkvöldi, þessi 3,1 sem er aðeins stærri, en það heldur bara áfram sú virkni sem byrjaði á miðvikudaginn. Ég veit ekki stöðuna á GPS-mælunum, hversu mikið þenslan hefur breyst eftir skjálftana í gær, en það kemur eflaust í ljós hjá þeim sem eru að vinna með GPS-gögnin nú í morgunsárið,“ segir Bjarki.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Sjá meira
Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31