Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:56 Íbúar í Grindavík hafa áhyggjur af stöðu mála að sögn bæjarstjórans. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík, virkjun HS Orku í Svartsengi og Bláa lóninu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Grindavík „Við vorum að ljúka samráðsfundi í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavik þar sem komu saman bæjarstjórnin, lykilstarfsmenn í bæjarfélaginu, björgunarsveitin, almannavarnanefndin, lögreglan, fulltrúar frá Bláa lóninu og HS Orku og fleiri aðilar þar sem við vorum að stilla saman strengi og ræða viðbragðsáætlanir og það sem við þurfum að undirbúa betur. Þetta fór strax í gang í gær og allur gærdagurinn var lagður undir og þeirri vinnu verður haldið áfram. Þannig að okkar vinna hér, inn á við, er að undirbúa það sem kann að gerast í framtíðinni og verstu mögulegu niðurstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að til þess komi ekki,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Aðspurður um líðan íbúa segir Fannar. „Það er auðvitað þannig að það er bæði ótti og kvíði hjá fólki, sérstaklega þegar það veit ekki við hverju má búast. Upplýsingarnar skipta gríðarlega miklu máli og upplýsingarnar frá okkar færustu vísindamönnum og þess vegna erum við með íbúafund í dag þar sem þessir aðilar koma frá veðurstofunni, lögreglunni, almannavörnum og fleiri aðilum til þess að fara yfir stöðuna, svara spurningum og reyna að sýna fram á það við hverju fólk getur búist, hvernig á að undirbúa sig og hvað þarf að gera til þess að geta mætt hugsanlegum afleiðingum þess sem nú er vísbendingum um að gæti gerst.“ Mikilvægt að hafa börn og unglinga með í ráðum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, var einnig viðstaddur samráðsfundinn í morgun. Hann var spurður hvort rýmingaráætlanir séu til reiðu komi til eldgoss. Ólafur Helgi Kjartansson, segir mikilvægt að vera við öllu búin.Vísir/Vilhelm „Það er verið að fara yfir þessi atriði núna sem getur skipt máli og það er auðvitað munur á því hvort það þarf að rýma einstaka hluta bæjarins eða flytja fólk brott og þetta vitum við ekki fyrr en eitthvað gerist sem við vonum að gerist ekki. En við treystum á vísindamenn í þessum efnum og erum að undirbúa okkur bæði undir fundinn á eftir og það sem síðar kann að gerast. Það er ekki ljóst, sem betur fer - ef til vill, hvort eitthvað slæmt muni gerast. En við viljum vera algjörlega undir það búin ef svo færi og það er mikilvægt að almenningur í Grindavík og reyndar alls staðar annars staðar fylgist með því sem verið er að gera og vinna að og við hverju megi búast. Eitt af því sem ég hef stundum sagt er að það er afar mikilvægt að hafa börn og unglinga með í þeirri vinnu því þau eru oft fljót að átta sig og það getur líka skipt máli að ræða þessi mál innan fjölskyldunnar.“ Íbúar ánægðir með viðbragðssnerpuna Sigurður Enoksson, bakarameistari Hérastubbs í Grindavík, var spurður hvernig hljóðið hafi verið í viðskiptavinum hans í bakaríinu þar sem af er degi. Sigurður Enoksson er áberandi í bæjarlífinu í Grindavík, hvort sem er í íþróttunum eða bakaríinu.Grindavík.is „Fólk er smá skelkað en ég held það sé einróma álit hjá fólki sem kom í bakaríið, hversu ánægt fólk var með hvað viðbragðsaðilar eru fljótir að láta til sín taka og maður skorar á Grindvíkinga að mæta á íbúafundinn í dag klukkan fjögur.“ Aðspurður hvort hann viti til þess að fólk sé farið að huga að því hvað það hygðist taka með sér ef til eldgoss kæmi segir Sigurður. „Það eru ýmsar sögur, einhverjir eru byrjaðir að pakka niður en við skulum vera bara róleg og sjá hvað gerist og treysta þessum mönnum fyrir því sem verið er að gera.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík, virkjun HS Orku í Svartsengi og Bláa lóninu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Grindavík „Við vorum að ljúka samráðsfundi í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavik þar sem komu saman bæjarstjórnin, lykilstarfsmenn í bæjarfélaginu, björgunarsveitin, almannavarnanefndin, lögreglan, fulltrúar frá Bláa lóninu og HS Orku og fleiri aðilar þar sem við vorum að stilla saman strengi og ræða viðbragðsáætlanir og það sem við þurfum að undirbúa betur. Þetta fór strax í gang í gær og allur gærdagurinn var lagður undir og þeirri vinnu verður haldið áfram. Þannig að okkar vinna hér, inn á við, er að undirbúa það sem kann að gerast í framtíðinni og verstu mögulegu niðurstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að til þess komi ekki,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Aðspurður um líðan íbúa segir Fannar. „Það er auðvitað þannig að það er bæði ótti og kvíði hjá fólki, sérstaklega þegar það veit ekki við hverju má búast. Upplýsingarnar skipta gríðarlega miklu máli og upplýsingarnar frá okkar færustu vísindamönnum og þess vegna erum við með íbúafund í dag þar sem þessir aðilar koma frá veðurstofunni, lögreglunni, almannavörnum og fleiri aðilum til þess að fara yfir stöðuna, svara spurningum og reyna að sýna fram á það við hverju fólk getur búist, hvernig á að undirbúa sig og hvað þarf að gera til þess að geta mætt hugsanlegum afleiðingum þess sem nú er vísbendingum um að gæti gerst.“ Mikilvægt að hafa börn og unglinga með í ráðum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, var einnig viðstaddur samráðsfundinn í morgun. Hann var spurður hvort rýmingaráætlanir séu til reiðu komi til eldgoss. Ólafur Helgi Kjartansson, segir mikilvægt að vera við öllu búin.Vísir/Vilhelm „Það er verið að fara yfir þessi atriði núna sem getur skipt máli og það er auðvitað munur á því hvort það þarf að rýma einstaka hluta bæjarins eða flytja fólk brott og þetta vitum við ekki fyrr en eitthvað gerist sem við vonum að gerist ekki. En við treystum á vísindamenn í þessum efnum og erum að undirbúa okkur bæði undir fundinn á eftir og það sem síðar kann að gerast. Það er ekki ljóst, sem betur fer - ef til vill, hvort eitthvað slæmt muni gerast. En við viljum vera algjörlega undir það búin ef svo færi og það er mikilvægt að almenningur í Grindavík og reyndar alls staðar annars staðar fylgist með því sem verið er að gera og vinna að og við hverju megi búast. Eitt af því sem ég hef stundum sagt er að það er afar mikilvægt að hafa börn og unglinga með í þeirri vinnu því þau eru oft fljót að átta sig og það getur líka skipt máli að ræða þessi mál innan fjölskyldunnar.“ Íbúar ánægðir með viðbragðssnerpuna Sigurður Enoksson, bakarameistari Hérastubbs í Grindavík, var spurður hvernig hljóðið hafi verið í viðskiptavinum hans í bakaríinu þar sem af er degi. Sigurður Enoksson er áberandi í bæjarlífinu í Grindavík, hvort sem er í íþróttunum eða bakaríinu.Grindavík.is „Fólk er smá skelkað en ég held það sé einróma álit hjá fólki sem kom í bakaríið, hversu ánægt fólk var með hvað viðbragðsaðilar eru fljótir að láta til sín taka og maður skorar á Grindvíkinga að mæta á íbúafundinn í dag klukkan fjögur.“ Aðspurður hvort hann viti til þess að fólk sé farið að huga að því hvað það hygðist taka með sér ef til eldgoss kæmi segir Sigurður. „Það eru ýmsar sögur, einhverjir eru byrjaðir að pakka niður en við skulum vera bara róleg og sjá hvað gerist og treysta þessum mönnum fyrir því sem verið er að gera.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira