„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:58 Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. landmælingar Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02
„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30