Håland kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Håland fer frábærlega af stað með Dortmund.
Håland fer frábærlega af stað með Dortmund. vísir/getty

Erling Braut Håland skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 5-1 sigri Borussia Dortmund á Köln í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var annar leikur Norðmannsins fyrir Dortmund en í þeim fyrsta, 3-5 sigri á Augsburg, skoraði hann þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Håland er fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í sögu þýsku deildarinnar. Og hann er aðeins búinn að vera inni á vellinum í samtals klukkutíma í þessum tveimur leikjum.



Raphaël Guerreiro, Marco Reus og Jadon Sancho skoruðu hin þrjú mörk Dortmund.

Håland kom inn á á 65. mínútu, eftir að Mark Uth minnkaði muninn í 3-1 fyrir Köln.

Norski framherjinn skoraði fjórða mark Dortmund á 77. mínútu og það fimmta tíu mínútum síðar.

Dortmund er í 3. sæti deildarinnar með 36 stig, fjórum stigum á eftir toppliði RB Leipzig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira