Trump hótaði Evrópusambandsríkjum háum tollum á bíla Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 20:40 Trump með dóttur sinn Ivönku á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Vísir/EPA Fallist Evrópusambandið ekki á nýjan verslunarsamning með hagstæðari skilmálum fyrir Bandaríkin ætlar Donald Trump Bandaríkjaforseti að leggja háa tolla á innflutta evrópska bíla. Þessu hótaði Trump á efnahagsráðstefnunni í Davos í dag eftir að hann fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina sagði Trump að Evrópusambandið ætti engra annarra kosta völ en að semja við Bandaríkin um viðskipti. „Á endanum verður það mjög auðvelt vegna þess að ef við náum ekki samningum verðum við að leggja 25% tolla á bílana þeirra,“ sagði Trump í öðru viðtali við Fox-viðskiptastöðina. Emily Haber, þýskir sendiherrann í Washington-borg, sagði að Evrópusambandið væri jafnsterkt efnahagslega og Bandaríkin, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sambandið myndi svara slíkum tollum í sömu mynt. Gagnkvæmir tollar kæmu þó niður á efnahag beggja að mati Philippe Etienne, franska sendiherrans. Trump hefur háð tollastríð gegn bæði bandamönnum og andstæðingum undanfarin misseri. Tollarnir hafa í sumum tilfellum verið réttlættir með þeim rökum að innfluttar vörur eins og stál og ál ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fallist Evrópusambandið ekki á nýjan verslunarsamning með hagstæðari skilmálum fyrir Bandaríkin ætlar Donald Trump Bandaríkjaforseti að leggja háa tolla á innflutta evrópska bíla. Þessu hótaði Trump á efnahagsráðstefnunni í Davos í dag eftir að hann fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina sagði Trump að Evrópusambandið ætti engra annarra kosta völ en að semja við Bandaríkin um viðskipti. „Á endanum verður það mjög auðvelt vegna þess að ef við náum ekki samningum verðum við að leggja 25% tolla á bílana þeirra,“ sagði Trump í öðru viðtali við Fox-viðskiptastöðina. Emily Haber, þýskir sendiherrann í Washington-borg, sagði að Evrópusambandið væri jafnsterkt efnahagslega og Bandaríkin, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sambandið myndi svara slíkum tollum í sömu mynt. Gagnkvæmir tollar kæmu þó niður á efnahag beggja að mati Philippe Etienne, franska sendiherrans. Trump hefur háð tollastríð gegn bæði bandamönnum og andstæðingum undanfarin misseri. Tollarnir hafa í sumum tilfellum verið réttlættir með þeim rökum að innfluttar vörur eins og stál og ál ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira