Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2020 18:45 Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“ Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira