Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 22:50 Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. AP/Craig Ruttle Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira