SAS stöðvar ferðir til Kína Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2020 12:52 SAS býður upp á ferðir til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking. Getty Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. Er þetta gert vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. DR segir frá því að ferðum SAS til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking verði aflýst, dagana 31. janúar til 9. febrúar. Verði svo síðar tekin ákvörðun hvort að tímabilið verði framlengt. SAS hefur flogið til og frá borgunum sex sinnum í viku. „Við fljúgum þangað í kvöld og heim í fyrramálið, en eftir það verður lokað á allar ferðir,“ segir Kristian de Place Gamborg Hansen, starfandi upplýsingafulltrúi félagsins. Þá verður sala á miðum SAS til stórborganna tveggja stöðvuð til loka febrúarmánaðar. SAS hyggst aðstoða þá viðskiptavini sem eiga miða til Peking og Sjanghæ á tímabilinu sem um ræðir við að komast á áfangastað með öðrum leiðum. Norræna flugfélagið mun áfram fljúga til og frá Hong Kong, en yfirvöld þar hafa lokað á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlands Kína. Með ákvörðun sinni hefur SAS bæst í hóp röð flugfélaga sem hafa stöðvað ferðir til Kína, en áður hafa British Airways, KLM, Swiss Airlines, Austria Airways, Canada Airlines og Lufthansa gert slíkt hið sama. Danmörk Fréttir af flugi Kína Noregur Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. Er þetta gert vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. DR segir frá því að ferðum SAS til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking verði aflýst, dagana 31. janúar til 9. febrúar. Verði svo síðar tekin ákvörðun hvort að tímabilið verði framlengt. SAS hefur flogið til og frá borgunum sex sinnum í viku. „Við fljúgum þangað í kvöld og heim í fyrramálið, en eftir það verður lokað á allar ferðir,“ segir Kristian de Place Gamborg Hansen, starfandi upplýsingafulltrúi félagsins. Þá verður sala á miðum SAS til stórborganna tveggja stöðvuð til loka febrúarmánaðar. SAS hyggst aðstoða þá viðskiptavini sem eiga miða til Peking og Sjanghæ á tímabilinu sem um ræðir við að komast á áfangastað með öðrum leiðum. Norræna flugfélagið mun áfram fljúga til og frá Hong Kong, en yfirvöld þar hafa lokað á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlands Kína. Með ákvörðun sinni hefur SAS bæst í hóp röð flugfélaga sem hafa stöðvað ferðir til Kína, en áður hafa British Airways, KLM, Swiss Airlines, Austria Airways, Canada Airlines og Lufthansa gert slíkt hið sama.
Danmörk Fréttir af flugi Kína Noregur Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira