Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld.
Liðin mættust í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Portland dugði sigur í kvöld en hefði Memphis unnið hefðu liðin mæst aftur á morgun í leik sem Memphis hefði einnig þurft að vinna til að komast áfram.
Portland byrjaði leikinn vel og voru tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Memphis vann sig inn í leikinn en var enn undir í hálfleik, staðan þá 58-52. Í upphafi síðari hálfleiks settu Memphis í allt annan gír á meðan Portland virtist aðeins slaka á en í fjórða leikhluta stigu Damian Lillard og félagar svo sannarlega upp.
DAME THROWING IT DOWN
— NBA TV (@NBATV) August 15, 2020
Grizzlies vs. Trail Blazers is live on ESPN. pic.twitter.com/QBDR3k63Xq
Fór það svo að Portland vann fjögurra stiga sigur. Lillard – sem var valinn besti leikmaður NBA-kúlunnar fyrr í dag – var stigahæstur með 31 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar.
Þá var Jusuf Nurkic frábær í liði Portland en hann skoraði 22 stig og tók 21 frákast. Í liði Memphis var Ja Morant frábær en hann gerði 35 stig.
Los Angeles Lakers bíður svo Portland í úrslitakeppninni.