Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 14:28 Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira