Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld.
Veðurstofan deilir myndbandinu á Facebook-síðu sinni en í færslunni kemur fram að dagurinn í dag hafi verið nokkuð rólegur þótt áframhaldandi skjálftavirkni mælist á svæðinu.
Frá miðnætti hafa mælst um sextíu skjálftar, flestir undir tveir að stærð. Klukkan 19:04 í gærkvöldi mældist skjálfti að stærð 3,3 um tvo kílómetra norðaustur af Grindavík.
Frá 21. janúar hafa yfir 1100 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, þar af um 700 yfir helgina og voru þeir flestir staðsettir í SV/NA-stefnu um tveimur kílómetrum norðaustur af Grindavík.
Myndband Veðurstofunnar má sjá hér fyrir neðan.