Shakira og Jennifer Lopez trylltu lýðinn í hálfleik Ofurskálarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 07:47 Shakira og Jennifer Lopez á Ofurskálarsviðinu í Miami í nótt. Vísir/getty Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020 Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020
Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“