Lampard: Harry Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 08:00 Harry Maguire og Michy Batshuayi liggja í grasinu eftir atvikið en bekkurinn hjá Chelsea trompast. Getty/Chris Lee Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, skilur ekki hvernig enski landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire fékk að klára fyrr hálfleikinn þegar Manchester United sótti þrjú stig á Stamford Bridge í gær. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik á móti Chelsea og Maguire gerði síðan út um leikinn með því að koma Manchester United í 2-0 í þeim síðari. United's Harry Maguire should have been sent off, says Frank Lampard | By @jonathanliewhttps://t.co/a3eWPfgKXV— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2020 Það var atvik milli Harry Maguire og Michy Batshuayi í fyrri hálfleiknum sem virtist gefa tilefni til að senda Maguire snemma í sturtu. Harry Maguire sparkaði þá í klofið á Batshuayi eftir að þeir höfðu lent í árekstri við hliðarlínuna. Varsjáin tók það hins vegar fyrir og Harry Maguire fékk enga refsingu. „Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið. Það er klárt og auðvitað breytir það leiknum. Þetta var röng ákvörðun og allir sem ég hef talað við hafa sagt það sama,“ sagði Frank Lampard. Harry Maguire stays on after this challenge and then scores vs. Chelsea pic.twitter.com/inrj86JFSI— ESPN FC (@ESPNFC) February 17, 2020 „Það er erfiðara að sætta sig við svona mistök nú þegar við erum með VAR. Svona ákvarðanir skipta öllu máli. Við erum komin með VAR til að það sé hægt að taka á svona hlutum. Skoða þetta aftur og frá fleiri sjónarhornum. Ég skil heldur ekki af hverju dómararnir skoða ekki skjáinn sjálfir,“ sagði Lampard. Maguire kom sjálfum sér til varnar eftir leikinn og sagði að hann að þetta hafi verið fyrirbyggjandi hjá sér. „Ég veit að ég fór í hann. Mér fannst hann ætla að detta ofan á mig og náttúruleg viðbrögð mín voru að rétta úr fætinum til að stoppa hann. Ég var ekki að sparka í hann og ég ætlaði ekki að meiða hann. Ég bað hann afsökunar og það var gott að sjá að dómarinn tók skynsamlega á þessu,“ sagði Harry Maguire. Staðan var markalaus þegar atvikið gerðist. Manchester United kom í 1-0 fyrir hálfleik og Harry Maguire innsiglaði síðan sigurinn með skallamarki í seinni hálfleiknum. Harry Maguire didn’t get sent off for this pic.twitter.com/PW0x7nZozn— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, skilur ekki hvernig enski landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire fékk að klára fyrr hálfleikinn þegar Manchester United sótti þrjú stig á Stamford Bridge í gær. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik á móti Chelsea og Maguire gerði síðan út um leikinn með því að koma Manchester United í 2-0 í þeim síðari. United's Harry Maguire should have been sent off, says Frank Lampard | By @jonathanliewhttps://t.co/a3eWPfgKXV— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2020 Það var atvik milli Harry Maguire og Michy Batshuayi í fyrri hálfleiknum sem virtist gefa tilefni til að senda Maguire snemma í sturtu. Harry Maguire sparkaði þá í klofið á Batshuayi eftir að þeir höfðu lent í árekstri við hliðarlínuna. Varsjáin tók það hins vegar fyrir og Harry Maguire fékk enga refsingu. „Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið. Það er klárt og auðvitað breytir það leiknum. Þetta var röng ákvörðun og allir sem ég hef talað við hafa sagt það sama,“ sagði Frank Lampard. Harry Maguire stays on after this challenge and then scores vs. Chelsea pic.twitter.com/inrj86JFSI— ESPN FC (@ESPNFC) February 17, 2020 „Það er erfiðara að sætta sig við svona mistök nú þegar við erum með VAR. Svona ákvarðanir skipta öllu máli. Við erum komin með VAR til að það sé hægt að taka á svona hlutum. Skoða þetta aftur og frá fleiri sjónarhornum. Ég skil heldur ekki af hverju dómararnir skoða ekki skjáinn sjálfir,“ sagði Lampard. Maguire kom sjálfum sér til varnar eftir leikinn og sagði að hann að þetta hafi verið fyrirbyggjandi hjá sér. „Ég veit að ég fór í hann. Mér fannst hann ætla að detta ofan á mig og náttúruleg viðbrögð mín voru að rétta úr fætinum til að stoppa hann. Ég var ekki að sparka í hann og ég ætlaði ekki að meiða hann. Ég bað hann afsökunar og það var gott að sjá að dómarinn tók skynsamlega á þessu,“ sagði Harry Maguire. Staðan var markalaus þegar atvikið gerðist. Manchester United kom í 1-0 fyrir hálfleik og Harry Maguire innsiglaði síðan sigurinn með skallamarki í seinni hálfleiknum. Harry Maguire didn’t get sent off for this pic.twitter.com/PW0x7nZozn— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti