Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Kevin De Bruyne í leik með Manchester City á móti Liverpool. Getty/Alex Dodd Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira