Hagur Leeds vænkaðist verulega í ensku B-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Bristol City, liðinu í 7. sæti, á Elland Road.
Luke Ayling skoraði eina mark leiksins strax á 16. mínútu. Leeds er því með 59 stig í 2. sæti, fjórum stigum á eftir West Brom og nú með þriggja stiga forskot á næsta lið, Fulham, sem tapaði óvænt 3-0 fyrir botnliði Barnsley á heimavelli.
Brentford er í 4.-5. sæti ásamt Nottingham Forest með 55 stig, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Birmingham á útivelli.
Jón Daði Böðvarsson var í liði Millwall fram á 86. mínútu og fagnaði 1-0 útisigri gegn Preston. Millwall er nú með 49 stig í 10. sæti en enn fjórum stigum á eftir Preston sem er í 6. sæti, síðasta sætinu inn í umspilið um sæti í úrvalsdeild.
Luton vann sinn anna leik í röð og er staðan í botnbaráttunni orðin meira spennandi en neðstu sex liðin eru Charlton 36, Huddersfield 36, Stoke 34, Wigan 31, Luton 30, Barnsley 28.
Úrslit dagsins:
West Brom - Nottingham Forest 2-2
Birmingham - Brentford 1-1
Cardiff - Wigan 2-2
Charlton - Blackburn 0-2
Derby - Huddersfield 1-1
Fulham - Barnsley 0-3
Leeds - Bristol City 1-0
Middlesbrough - Luton 0-1
Preston - Millwall 0-1
QPR - Stoke 4-2
Sheff. Wed. - Reading 0-3
Draumadagur fyrir Leeds | Jón Daði fagnaði sigri
