Lögmaður Stormy Daniels fundinn sekur um fjárkúgun Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 13:05 Fræðgarstjarna Michaels Avenatti hneig eins snöggulega og hún reis. Hann á nú yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. AP/Craig Ruttle Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00
Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45
Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01